Veislustjóri kvöldsins verður hinn eini sanni Bjarni Töframaður Baldvinsson.
Hann var fyrir nokkrum árum aðallega þekktur fyrir töfrabrögð og spilagaldra.
Í dag fer minna fyrir töfrum og spilagöldrum í hans framkomum en þess í stað hefur hann, undanfarin ár, getið sér gott orð sem veislustjóri og uppistandari.
Óhætt er að segja að Bjarni sé einn af fjölhæfustu skemmtikröftum landsins.
Eina sem hann lofar að spila með verða hláturtaugarnar.
Það mun engin fara heim „óhlægður“ þetta kvöld.