Jónas Karl Þórhallsson

 Jónas Karl ÞórhallssonSá sem tekur við Skallaboltanum af Gunnari Guðjónssyni er enginn annar en Jónas Karl Þórhallsson knattspyrnumaður af lífi og sál.  Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi fengið himnasendingu frá okkur Sandgerðingum þegar hann fluttist þangað búferlum í kringum 1975. Jónas starfar sem skrifstofumaður hjá Þorbirni-Fiskanes og er jafnframt formaður Knattspyrnudeildar UMFG. Það komast fáir þar sem Jónas hefur hælana hvað varðar áhuga og eldmóð þegar kemur að fótbolta og hefur hann setið í stjórn UMFG í rúmlega 30 ár. Þá hefur Jónas einnig starfað ötullega fyrir KSÍ.

Hann hefur með sinni vinnusemi, staðfestu, einurð og háleitu markmiðum átt einn stærstan þátt í að upphefja lið UMFG til vegs og virðingar. Jónas hefur samt aldrei gleymt tengslunum og hefur mjög stórt Reynishjarta. Einnig er gaman að geta þess að Jónas er einmitt forsprakki Norðurbær-Suðurbær fótboltamótsins sem haldið var í fimmta sinn í sumar og hefur setið í undirbúningsnefndinni frá upphafi.

Við skulum vinda okkur í leikskýrslu Jónasar:

Fullt nafn?
Jónas Karl Þórhallsson

Gælunafn?
Nasi

Aldur?
56 ára

Giftur/sambúð?
Dröfn Vilmundsdóttir

Börn?
Ástrún, Gerður Björg og Vilmundur Þór

Foreldrar?
Þórhallur Gíslason og Ástrún Jónasdóttir

Hvar varstu alinn upp/búsettur í Sandgerði/búsettur núna?
Suðurgata 1, Sandgerði, búsettur í Grindavík í dag.

Norðurbær eða Suðurbær?
Norðurbær, flutti 6 ára á Brekkustíg 5

Hvaða stöðu spilaðirðu?
Senter í yngri flokkum, miðjumaður í meistarafl.

Hvenær lékstu þinn fyrsta meistaraflokksleik?
26. maí 1973 á móti Aftureldingu Mosfellsbæ

Með hvaða liðum lékstu á ferlinum?
Reynir og Grindavík

1968 - Jónas Karl Þórhallsson

1968 Efri röð f. vinstri Jóhann Guðna, Hjalti Sig, Jónas Þórhalls, Olgeir Andrés, Sigurður Baldurs. Neðri röð f. vinstri Benóný Guðjóns, Þór Grétars, Heimir Péturs, Ari Haukur, Sæbjörn Þórarins, Hjörtur Jóhanns.

Þórshöfn í Færeyjum

Magnús Kristinsson og Jónas í Færeyjum

Hvað skoraðir þú mörg mörk á ferlinum?
Hef ekki tölu á því

Veistu hve marga leiki þú spilaðir í mfl?
Hef ekki tölu á því, spilaði 1973 með Reynir og 1975 til 1984 með Grindavík

Eftirminnilegasta dómaraatvikið?
Var með Reyni 1970 í úrslitaleik með 4. fl. á móti ÍBK um hvort liðið færi í úrslit á Melavöllinn. Við unnum 4-3 þar sem Eskild dæmdi vítaspyrnu á síðustu mín og Hjörtur skoraði fjórða markið. Fórum í úrslit á móti Fram og ÍBV sem varð íslandsmeistari. Keflvíkingar urðu fyrir miklum vonbrigðum og grýttu nýlegan bíl eftir leik.

Þórshöfn í Færeyjum

Verið að afferma í Þórshöfn í Færeyjum

Eftirminnilegasta markið sem Reynir skoraði?
Fyrsta markið mitt á móti Aftureldingu 14. júlí 1973. Við unnum 6-0

Eftirminnilegasta markið sem Reynir fékk á sig?
Var í úrslitaleik á Melavellinum 29. sept. 1973 þegar Gunnar Pétursson skoraði með hendi og ÍBÍ fór upp í næst efstu deild. Sjá meðfylgjandi mynd af Gunnari skora hjá Reyni Óskarssyni, Kári Sæbjörnsson fylgist með.

Varstu hjátrúarfullur fyrir leiki og hvernig þá?
Nei

old boys - 1986

Old boys lið Reynis 1986
Efri f.v. Siggi, Jónas, Ebbi Óla, Siggi Jóhanns, Gaui Óla, Svenni Kela, Óskar Jóhanns, Guðjón K. Neðri f.v. Jón Bjarni, Hjörtur, Einar Ara, Skúli Jóhanns, Þórður Ólafs, ??

Hvaða liði hefðir þú ekki getað hugsað þér að spila með?
Pass

Erfiðasti andstæðingur?
Víðir Garði

Auðveldasti andstæðingur?
Grindavík

Leikskýrslur

Jónas hélt upp á afrit af leikskýrslu úr títtnefndum leik Reynis og BÍ á Melavellinum frá 1973. Við látum hana fylgja með að gamni. Má sjá að það var valinn maður í hverri stöðu. Einnig má geta þess að Jónharður Jakobsson var í leikbanni í þessum leik. Erfitt er að rýna í skriftina en við ætlum að reyna:
Markvörður: Reynir Óskarsson, H. bakvörður: Sigurður Jóhannsson, V. bakvörður: Kári Sæbjörnsson, H. framvörður: Magnús Kristinnsson, Miðframvörður: Óskar Gunnarsson fyrirliði, V. framvörður: Jónas Þórhallsson, H. útherji: Jón Ólafsson, H. innherji: Júlíus Jónsson, Miðframherji: Skúli Jóhannsson, V. innherji: Sveinn Þorkellsson, V. útherji: Gústaf Ólafsson, Varamenn: Ari Haukur Arason, Finnbjörn Magnússon, John Hill og Óskar ?

Eftirminnilegasti samherjinn?
Hjörtur Jóhannsson er besti leikmaður sem félagið hefur alið. Einnig var Óskar Gunnarsson frábær leikmaður og mikill leiðtogi.

Eftirminnilegasti leikurinn?
Úrslitaleikurinn 29. sept. 1973 á Melavellinum. Reynir 0-BÍ 1

Mestu vonbrigðin?
Tapa úrslitaleiknum 29. Sept. 1973 á Melavellinum

Grófasti samherjinn?
Man ekki eftir neinum, Óskar Gunnarsson var oft blóðugur

1968 - Jónas Karl Þórhallsson

1968 Efri röð f. vinstri Jóhann Guðna, Hjalti Sig, Jónas Þórhalls, Olgeir Andrés, Sigurður Baldurs. Neðri röð f. vinstri Benóný Guðjóns, Þór Grétars, Heimir Péturs, Ari Haukur, Sæbjörn Þórarins, Hjörtur Jóhanns.

Hver var mesti höstlerinn í Reynisliðinu?
Gústaf Ólafsson

Hefurðu skorað sjálfsmark?
Já í leik Grindavíkur og Víðis 1982

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik?
Það var í vinabæ okkar í Vági á Suðurey í Færeyjum 1973. Við vorum að spila við VB og ég skoraði mark beint úr aukaspyrnu og var látinn taka aukaspyrnuna aftur og seinni spyrnan var nákvæmlega eins og sú fyrri, 0-1 fyrir Reynir.

jonas-melavollurinn-bladagrein-1973

Eitthvað sem þú vilt bæta við?
Þakklæti fyrir að fá alast upp í þessu einstaka félagi. Verð að nefna Magga Þórðar og Sigga í Tungu sem hvöttu okkur unga drengi upp alla yngri flokka og upp í mfl. Vil hvetja forráðamenn félagsins að hlúa vel að yngri flokkum félagsins og ekki vera í sameiningum við önnur lið. Áfram Reynir.

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta hverju myndir þú breyta?
Þessi íþrótt er einstök!  Það er bannað að hreyfa við regluverkinu.

Myndin er tekin eftir víðavangshlaup 1969

Myndin er tekin eftir víðavangshlaup 1969 og er af stoltum verðlaunahöfum. Hjalti Ólafsson, Jónas og Benóný Guðjónsson.

4. fl Reynis 1968

4. fl Reynis 1968 gaf félaginu málverk af Magga Þórðar árið 1995 á 60 ára afmæli Reynis. Efri röð f.v. Siggi, Jónas, Maggi, Óli Arth., Binni, Gunnar Kela, Siggi Baldurs, Jón Bjarni, Þór, Ari Haukur, neðri röð f.v. Olli, Hjalti Óla, Heimir, Valli, Helgi, Hjörtur, Hjalti Sig.

Uppáhaldslið í enska boltanum?
Man. Utd.

Uppáhaldknattspyrnumaður allra tíma?
Cristiano Ronaldo

Besti knattspyrnumaður fyrr og síðar?
Ásgeir Sigurvinsson

Við þökkum Jónasi kærlega fyrir skemmtilega skýrslu og fábærar myndir. Að endingu skallar Jónas boltann áfram á Óskar Gunnarsson.