Fótboltaveislan Norðurbær-Suðurbær
Mæting er kl 15 þar sem búningar verða afhentir og myndataka liða fer fram áður en mótið sjálft hefst.
Það mun svo verða flautað til leiks kl.16.
Læknir verður staðnum og um leið og einhver meiðist, fer í fýlu eða örmagnast, þá mætir læknirinn með orkudrykk.
Stefnt er á að mótinu ljúki um kl 18 þannig að keppendur hafi góðan tíma til að sturta sig og skipta yfir í betri fötin fyrir Saltfiskveisluna sem haldin verður í Reynisheimilinu. Húsið opnar kl 19:15 og hefst borðhald kl 19:45.
Athugið sérstaklega:
Sú breyting hefur orðið á að það verða tvö þáttökugjöld í boði fyrir keppendur.
Þáttökugjald verður kr 8.000 fyrir þá sem koma með sína eigin Norður/Suðurbæjar treyju.
Það koma eingöngu til greina treyjur frá tveimur síðustu mótum þar sem þær eru ártalslausar.
Suðurbær verður í hvítum treyjum í ár og Norðurbær í rauðum.
Þáttökugjald verður kr 10.000 fyrir þá sem þurfa nýja treyju.
Innifalið í mótsgjaldi er eftirtalið:
– 8000 kr gjald
Fyrir keppendur sem koma með sína eigin keppnistreyju (ath að það koma eingöngu til greina treyjur frá tveimur síðustu mótum þar sem þær eru ártalslausar) í ár verður Suðurbær í hvítum treyjum og Norðurbær í rauðum.
– 10.000 kr gjald
Ný keppnistreyja
– Ómæld gleðin við að hlaupa inn á Reynisvöllinn í fullum herklæðum
– Lýsi og liðamín –mánaðarskammtur
– Miði í saltfiskveisluna þar sem verðlaunaafhendingar, gamanmál, söngur og gleði ráða ríkjum
Þeir sem taka með sér maka í Saltfiskveisluna þurfa að greiða kr. 4000 aukalega.
Greiðist inn á reikning nr. 0147-05-004874 kt. 680683-0269 um leið og þið hafið skráð ykkur inn.
Skráning í fótboltann
"*" indicates required fields