Stórdansleikur með Stuðlabandinu

Gunnar Jarl Jónsson verður aðaldómari
08.08.2017
Veislustjóri verður Bjarni Töframaður Baldvinsson
09.08.2017
Sýna allt

Stórdansleikur með Stuðlabandinu

Það verður sannkölluð sveitaballastemning í samkomuhúsinu í Sandgerði þegar Stuðlabandið mætir í öllu sínu veldi.

Dansleikurinn verður haldinn eftir saltfiskveisluna góðu föstudagskvöldið 25. ágúst.

Stuðlabandið er ein vinsælasta ballhljómsveit landsins í dag.

Alvöru íslenskt sveitaball lýsir sveitinni fullkomlega en þessir gleðigjafar hafa undanfarin ár vakið gríðarlega athygli fyrir stórgóða frammistöðu á dansleikjum víðvegar um landið.

Hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra spilagleði, líflega sviðsframkomu og gott lagaval sem er hannað til þess að halda gestum á dansgólfinu allan tímann.

Það er Knattspyrnudeild Reynis sem heldur dansleikinn.

Miðaverð og sala nánar auglýst síðar.