Eyþór Ingi mætir í öllu sínu veldi

Veislustjóri verður Bjarni Töframaður Baldvinsson
09.08.2017
Skráningarfrestur til hádegis sunnudaginn 13. ágúst
10.08.2017
Sýna allt

Eyþór Ingi mætir í öllu sínu veldi

Einn af hápunktum 10 ára afmælis Norður-Suðurbæjar verður þegar einn allra besti söngvari landsins Eyþór Ingi Gunnlaugsson stígur á stokk í saltfiskveislunni.

Hann hefur látið vel til sín taka undanfarin ár og afrekað ótrúlega mikið á sínum stutta ferli.

Eyþór Ingi er mörgum hæfileikum búinn og virðist jafnvígur sem söngvari, lagahöfundur og leikari.

Hann var aðeins 17 ára þegar hann sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2007.

Ári síðar sigraði hann í sjónvarpsþættinum Bandið hans Bubba.

Einnig flutti hann eftirminnilega framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva vorið 2013.

Það sem færri vita er að Eyþór er einnig frábær eftirherma og er aldrei að vita nema hann hendi í einn karakter á staðnum.

Það er allavega öruggt að hann á eftir að láta vel í sér heyra og biðjum við veislugesti að halda sér fast því það er búist við minnst 25 mtr á sekúndu á meðan á söng stendur.