Skráningarfrestur er til 15. ágúst

Skráning er hafin í stærstu fótboltaveislu ársins
31.07.2015
Risaslagur veldanna tveggja í Sandgerði
12.08.2015
Sýna allt

Skráningarfrestur er til 15. ágúst

Keppandi góður!…

Við viljum minna á að frestur til þess að skrá sig til leiks í Norðurbær vs Suðurbær rennur út 15. ágúst. Við hvetjum alla sem ætla að taka þátt, til þess að skrá sig sem allra fyrst.
Til þess að tryggja þér sæti í stærsta partý ársins þá óskum við eftir því að þú skráir þig ekki seinna en strax! 🙂

Af hverju?
1. Almenn miðasala á afmælishátíðina rokgengur og nokkuð ljóst að það komast færri að en vilja.
2. Það verður ekkert til sparað til þess að gera hátíðina sem glæsilegasta.
3. Í tilefni afmælis Knattspyrnufélagsins Reyni mun keppnistreyjan vera sérstök viðhafnarútgáfa Reynistreyjunnar eins og hún er í ár.
4. Það eru vel á þriðja hundrað manns búnir að panta miða í veisluna þannig að það eru ekki nema rétt rúmlega 100 miðar eftir.
5. Það bætir, kætir og hressir að hitta alla góðu félagana í bolta einu sinni á ári.
6. Við ætlum öll að sameinast undir merki Reynis föstudaginn 28. ágúst og gera daginn ógleymanlegan.

Þeir þáttakendur sem nú þegar hafa skráð sig til leiks með mökum hafa að sjálfsögðu tryggt sér sæti í veislunni.
Athugið enn og aftur að það er ekki hægt að tryggja öðrum en þeim sem skrá sig fyrir 15. ágúst sæti í veislu.
Skráðu þig hér

Hlökkum til að sjá ykkur.