Skráning er hafin í stærstu fótboltaveislu ársins

Páll Óskar
Norðurbær-Suðurbær og 80 ára afmæli Reynis
18.07.2015
Skráningarfrestur er til 15. ágúst
08.08.2015
Sýna allt

Skráning er hafin í stærstu fótboltaveislu ársins

Hvort mun Suðurbær eða Norðurbær, sem á harma að hefna, hampa bikarnum þetta árið?

Mun Ævar Finnsson verja vítakóngstitilinn fjórða árið í röð?
Þessu verður svarað á K & G vellinum í Sandgerði þann 28. ágúst nk. þegar mestu fótboltakappar sem Sandgerði hefur alið af sér munu mætast í hinu árlega uppgjöri hinna bestu.
Eins og áður hefur komið fram mun fyrirkomulag mótsins verða á sömu nótum og undanfarin ár en það mun verða breyting á kvölddagskránni.
Í stað saltfiskveislu í félagsheimilinu með tilheyrandi skemmtun er ætlunin að slá upp risapartýi í íþróttamiðstöðinni með öllu tilheyrandi, þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Reynir.
Jafnt keppendur sem allir aðrir eru velkomnir í afmælisveisluna.
Dagskráin er ekki af verri endanum og mun ekkert verða sparað til þess að gera kvöldið hið glæsilegasta.

Hægt er að sjá nánari dagskrá á skráningarsíðunni.
Skráningarfrestur í fótboltamótið er til 15. ágúst.

Skráðu þig með því að smella hér.