Skallaboltinn að fara í gang

Uppgjör mótsins
26.09.2012
Fyrsta Skallaboltann á Gunnar Guðjónsson
12.10.2012
Sýna allt

Skallaboltinn að fara í gang

Skallaboltinn er nýr liður sem við ætlum að fara af stað með hér á síðunni.

Má segja að í þessum lið verði kallað eftir nokkurskonar leikskýrslu leikmanna sem gerðu garðinn frægan með Reyni á árum áður. Er liðurinn hugsaður fyrst og fremst sem skemmtun, fróðleikur og síðast en ekki síst ómetanlegt innlegg í heimildaöflun fyrir sögu knattspyrnudeildar Reynis.

Ætlunin er að hafa þennan lið í það minnsta einu sinni í mánuði og verður fyrsti „skallinn“ opinberaður í októbermánuði. Menn skalla svo boltann áfram á næsta mann.