Uppgjör mótsins

Myndir af mótinu 2012 komnar inn
29.08.2012
Skallaboltinn að fara í gang
10.10.2012
Sýna allt

Uppgjör mótsins

Föstudaginn 24. ágúst
síðastliðinn fór knattspyrnukeppnin milli Norður- og Suðurbæjar fram í fimmta
sinn. Alls voru 92 þátttakendur í fótboltanum og vítakeppninni. 

Veðurguðirnir
ákváðu að skrúfa fyrir úrhelliskranann rétt á meðan keppni í fótboltanum stóð
yfir og þökkuðu leikmenn fyrir sig með því að sýna sparihliðarnar á alla kanta.
Guðirnir ákváðu svo að skrúfa frá krananum að nýju þegar vítakeppnin hófst og
náðist að bleyta vel upp í keppendum og áhorfendum rétt áður en fólk skreið í
hús. 

Venju samkvæmt var leikið í 3 aldurshópum. Í hópi trippanna (yngsta hópi)
varð niðurstaðan jafntefli 4-4 eftir hörkueinvígi og umdeilt atvik í lok leiks
þar sem Pálmar Guðmundsson virtist hafa tryggt suðurbæingum sætan sigur þegar
hann renndi knettinum á undraverðan hátt í netið en sekúndubroti áður flautaði
dómarinn leikinn af og markið því ekki gilt, í hópi folanna (mið-hópi) sigruðu
Norðurbæingar 3-2 eftir jafna og skemmtilega viðureign. Lokaleikurinn var hjá
Gæðingunum (elsta hópnum) og þar sigruðu Norðurbæingar 1-0. Norðurbær varði því
heiðurinn og sigraði með 7 stigum gegn 1 stigi Suðurbæjar. Dómgæslan var í
traustum höndum alþjóðadómaranna Sigurðar Óla Þorleifssonar og Magnúsar
Þórissonar og sem fyrr komu upp atvik þar sem reyndi á hæfni þeirra félaga og
þurftu þeir á allri sinni reynslu og kunnáttu að halda til að sigla leikjunum í
örugga höfn. Gissur Þór Grétarsson sá svo um neyðaraðstoðina þegar á þurfti að
halda og kunnu menn vel að meta „töfravökvann“ sem Þórsi greip til í
neyðartilvikum.

Í vítakeppninni fóru leikar þannig að Ævar Már Finnsson fór með
sigur af hólmi eftir bráðabana við Guðjón Bragason (vítakónginn 2010). Ævar
klikkaði ekki á einu einasta víti í keppninni á meðan gamli liðsfélagi hans,
Arnar Óskarsson, (sem var rómuð vítaskytta á sínum gullaldarárum) klikkaði á
öllum sínum vítum. Athygli vöktu þrumufleygar Auðuns Pálssonar og þurfti að
kalla út reyndaN netagerðarmann til að laga netmöskvana að keppni lokinni. 


móti loknu fengu allir leikmenn liðamín og lýsi frá Lýsi hf ásamt höfuðklút frá
Advania. 

Um kvöldið fór fram saltfiskveisla í Reynisheimilinu og þar komu saman
þáttakendur mótsins, makar og aðrir gestir, alls 140 manns. Salurinn var afar
glæsilegur og einstök stemmning myndast jafnan á þessum kvöldum þar sem fólk
krækir saman höndum og syngur gamla slagara. 

Heiðursgestur kvöldsins var
formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, og maki hans, Rebekka Samper.

Hinn bráðefnilegi
kokkur af Sigurfaranum, Gummi Stefáns, og færasti matreiðslumaður suðurnesja,
Maggi Þóris, toppuðu sjálfa sig í matargerðinni þetta árið. Boðið var upp á
þrenns konar útfærslu af saltfisk, í fyrsta lagi var um að ræða léttsaltaðan
fyrir byrjendur, í öðru lagi vel staðinn og gulan fyrir lengra komna og að
lokum var boðið upp á spænskan saltfiskrétt a la Maggi Þóris. Meðlætið var sem
fyrr kartöflur, rófur, hamsi, rúgbrauð, smjör og hvítlaukssmjörbræðingur. 


loknu borðhaldi hófst óformleg dagskrá. Sigursveinn B. Jónsson stýrði veislunni
og veitti hinar ýmsu viðurkenningar fyrir afrek leikmanna og liða fyrr um
daginn. Ævar Már Finnson tók við verðlaunum fyrir vítaspyrnukeppnina. Jón Örvar
Arason átti markvörslu dagsins þegar hann sleit allt sem slitnað gat í náranum
í djörfu úthlaupi. Jón R. Gunnarsson átti tilþrif dagsins þegar hann kom
ískaldur inná í leik folanna og negldi inn einu marki á krítískum tímapunkti.
Þórður Ólafsson var svo án nokkurs vafa óvæntasti markvörður mótsins enda var
hann ekkert allt of sáttur að þurfa að standa á milli stanganna en var þó
fljótur að stæra sig af markvarðartöktum sínum.
Óskar Gunnarsson fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að vera elsti
keppandinn þetta árið. Ebbi Óla, fyrirliði Gæðinganna í Norðurbæ, tók svo við
farandbikarnum glæsilega fyrir hönd Norðurbæinga. Sigurður Pétursson í Ís-spor
gaf öll verðlaunin í mótið, glæsilegt hjá þessum mikla Reynismanni. 

Arnar
Óskarsson flutti frábæra hugvekju vegna mótsins fyrir gesti og fékk mikið klapp
að launum. 

Olgeir Andrésson gaf mótinu stækkaða ljósmynd á striga líkt og fyrri
ár og var myndin boðin upp. Seldist hún á góðu verði enda glæsileg mynd. Þökkum
við kaupanda myndarinnar kærlega fyrir styrkinn. 

Fartölva í boði Opinna Kerfa
var aðalvinningurinn í litlu happdrætti þar sem hver og einn gestur í salnum
mátti kaupa sér einn miða. Að sjálfsögðu keyptu allir miða og tölvan féll í
góðar hendur. Óvæntur aukavinningur var sjónvarpsflakkari í boði Advania. 

Hápunktur
kvöldsins var án nokkurs vafa frábært tónlistaratriði Helga Björnssonar
stórsöngvara sem tróð upp ásamt Stefáni Magnússyni gítarleikara. Helgi fór á
algjörum kostum, stóð uppi á stólum og borðum og allur salurinn tók undir í
lögunum svo þakið ætlaði af húsinu!! 

Menn gengu glaðir út í nóttina og
undirbúningsnefndin fékk sömu spurninguna frá mörgum gestum og jafnvel spyrjum við
okkur sjálfir; Hvernig í ósköpunum á að toppa þetta kvöld? 

Kærar þakkir til
allra þátttakenda og gesta, það er frábært að geta glaðst saman og látið gott
af sér leiða um leið. 

Undirbúningsnefnd vill þakka eftirtöldum fyrirtækjum
fyrir ómetanlegan stuðning við mótið:


Ís-spor 

Lýsi 

Jói Útherji 

Stakkavík 

Íslenskt Sjávarfang 

Nesfiskur 

Rétturinn 

Opin Kerfi 

Samhentir umbúðalausnir 

Advania 

Tónaflóð 

Þá fá eftirtaldir aðilar sérstakar þakkir: 

Sigurður Óli
Þorleifsson 

Magnús Þórisson 

Guðmundur M. Stefánsson 

Olgeir Andrésson 

Starfsfólk
Grunnskóla Sandgerðis 

Starfsfólk Sandgerðisdaga 

Undirbúningsnefnd 2012
þakkar fyrir sig:
 

Arnar Óskarsson 

Jónas Þórhallsson 

Jón Bjarni
Sigursveinsson 

Sigursveinn Bjarni Jónsson 

Þórður Þorkelsson