Fótboltaveislan Norðurbær-Suðurbær fer fram í áttunda sinn föstudaginn
28. ágúst á Reynisvellinum í Sandgerði.
Mótið verður það langfjölmennasta frá upphafi og eru hvorki fleiri né færri en 105 þáttakendur skráðir til leiks.
Kl 15:00
Mæting er í Reynisheimilinu þar sem búningar verða afhentir.
Að venju verður skipt í sex lið þe. þrjú lið úr hvorum bæjarhluta, tvö í hverjum aldursflokki. Trippi, Folar og Gæðingar.
Kl 15:50
Gengið inn á völlinn og liðin verða mynduð. Sérlegur ljósmyndari mótsins verður Reynir Sveinsson
Kynnir mótsins verður Kristján Jóhannsson.
Kl 16:00
Flautað verður til leiks.
Fyrirliðar Gæðingana munu leiða lið sín út á völl. Tvö yngri liðanna, Trippin og Folarnir spila samtímis fyrstu leikina og svo munu Gæðingarnir leika síðasta leik mótsins.
Leiktíminn er 2×20 mín. Sigurvegarar ákvarðast af stigafjölda.
Verði allt jafnt eftir síðasta leik munu úrslit ráðast í vítaspyrnukeppni.
Vítaspyrnukeppnin sjálf mun fara fram eftir að úrslit liggja fyrir úr síðasta leik. Þrjár umferðir þar sem þeir sem skora úr flestum spyrnum fara áfram í útsláttarkeppni.
Lýsi og Liðamín afhent öllum keppendum í boði Lýsi.
Dómarar verða engir aðrir en þeir Magnús Þórisson og Sigurður Óli Þorleifsson.
Verðlaunafhendingar munu fara fram í veislunni um kvöldið.
Stefnt er á að mótinu ljúki um kl. 18
Þannig að keppendur þurfa að vera röskir, sturta sig og skipta yfir í betri fötin fyrir 80 ára afmælisveislu Reynis sem haldin verður í íþróttamiðstöðinni
Kl 19
Húsið opnar og eru gestir beðnir um að mæta tímanlega vegna fyrirhugaðrar myndatöku rétt innan við andyrið. Þar mun Reynir Sveinsson stjórna aðgerðum og viljum við biðja fólk um að hópa sig saman á myndum, breytir ekki öllu máli hversu stórum, aðallega að allir náist á mynd áður en haldið er inn í sal.
Númeruð fatahengi verður á staðnum fyrir þá sem vilja geyma yfirhafnir sínar með starfsmanni allan tímann.
Kl 19:45
Hátíðin verður sett.
Veislustjórn verður í öruggum höndum Gísla Einarssonar (Út og Suður)
Kl 20
Borðhald hefst. Forrétta og steikarhlaðborð a´la Magnúsar á Réttinum.
Verðlaunaafhending Norðurbær-Suðurbær.
Hljómsveitin Konukvöl mun spila Reynislagið ásamt öðrum þekktum slögurum úr smiðju sveitarinnar.
Ingó Veðurguð stjórnar fjöldasöng eins og honum er einum lagið.
Kl 24 Páll Óskar stígur á svið í öllu sínu veldi.
Kl 3 Pallaballi lýkur.