Gunnar Jarl Jónsson og Þorvaldur Árnason verða dómarar

Merki viðburðarins
31.07.2018
Skráning í fullum gangi á Norðurbær vs Suðurbær mótið 2018
03.08.2018
Sýna allt

Gunnar Jarl Jónsson og Þorvaldur Árnason verða dómarar

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að við höfum tryggt okkur starfskrafta bestu dómara landsins.

Þeir Gunnar Jarl og Þorvaldur Árna hafa verið bestu dómarar landsins um árabil ásamt því að vera alþjóðadómarar FIFA.

Þeir félagar dæmdu mótið á síðasta ári og stóðu þeir sig með afbrigðum vel eins og við var að búast og studdust þeir óspart við VAR myndbandstæknina í fyrsta skipti.

Létu þeir félagar vel af mótinu og prúðmennsku leikmanna og hafa tilkynnt komu sína í ár.

VAR mynbandstæknin var svo þróuð áfram á HM í sumar og var leitað til framkvæmdaraðila Norður/Suðurbæjar mótsins eftir umsögnum og áframhaldandi frekari þróun.
Mun tæknin verða aftur notuð í ár.

Skráðu þig til leiks hér