Fifa-dómarar þegar stórveldin mætast

Lokaútkall! -skráning fyrir Norðurbær vs Suðurbær
12.08.2017
Hafsteinn Helgason til liðs við Norðurbæ/Suðurbæ fyrir metfé?
22.08.2017
Sýna allt

Fifa-dómarar þegar stórveldin mætast

Það verður ekkert til sparað  þegar stórveldin Norðurbær og Suðurbær leiða saman hesta sína á 10 ára afmælinu.

Það hefur áður komið fram að Gunnar Jarl Jónsson alþjóðadómari og besti dómari Pepsi deildarinnar síðustu tvö ár verði dómari og nú hefur Þorvaldur Árnason annar alþjóðadómari og jafnframt dómari í Pepsi deildinni skráð sig til leiks.

Það verða því tveir af fjórum Fifa-dómurum Íslands sem koma til með að dæma þegar stórveldin mætast þann 25. ágúst á Sandgerðisvellinum.

“Það þarf alvörudómara fyrir alvörubolta” sagði einhver en staðreyndin er sú að það hefur ekki mikið mætt á flautunni hingað til þar sem mikið flæði og hátt tempó hafa einkennt mótið undanfarin ár.

Það er því fyrirfram búist við því að þeir Gunnar Jarl og Þorvaldur komi til með að eiga náðugan dag þegar mótið fer fram.