Það verður sannkallaður stórdansleikur í samkomuhúsinu í Sandgerði á föstudagskvöldið 30. ágúst þegar ein vinsælasta danshljómsveit landsins Albatross mætir funheit beint af þjóðhátíð með þá Sverri Bergmann og Halldór Gunnar fremsta í flokki.
Það verða klárlega spiluð öll heitustu danslögin og verður eflaust þjóðhátíðarstemmari í húsinu.
Eitthvað sem enginn Suðurnesjamaður getur misst af.
Það er Knattspyrnudeild Reynis sem heldur viðburðinn.
Miðasala nánar auglýst síðar.