Fótboltaveislan Norðurbær-Suðurbær fer fram í níunda sinn föstudaginn 26. ágúst á K&G vellinum í Sandgerði.
Mæting kl 15 í Reynisheimilinu þar sem keppnistreyjur verða afhentar að venju.
Kl 15:50 Gengið inn á völlinn fylktu liði við undirspil Meistaradeildar lagsins og Jóa Útherja í flutningi Ómars Ragnarssonar, einstök upplifun.
Myndataka liða.
Flautað verður til leiks kl.16. þar sem þeir keppendur sem skráðu sig til leiks í vítaspyrnum hefja keppni. Þar næst fer fram leikur gæðinga, þar á eftir fara fram tveir leikir trippa og fola á sama tíma.
Allir keppendur fá mánaðarskammt af Lýsi og liðamíni.
Stefnt er á að mótinu ljúki um kl 18 þannig að keppendur hafi góðan tíma til að sturta sig og skipta yfir í betri fötin fyrir saltfiskveisluna góðu.
Húsið opnar kl 19:30.
Kl 20 Hin rómaða saltfiskveisla hefst þar sem í boði verður léttsaltaður og gulur fyrir lengra komna ásamt saltfiskrétti ala Arnar Garðars hjá Soho.
Verðlaunaafhendingar, gamanmál að hætti hússins þar sem söngur og gleði ráða ríkjum. Veglegur happdrættisvinningur sem dreginn verður úr aðgöngumiðum veislugesta.
Ligeglad Holy B betur þekktur sem Helgi Björns mætir á svæðið ásamt Stefáni Magnússyni gítarleikara.
Rútuferð fyrir veislugesti í boði Hópferða Sævars yfir í samkomuhúsið þar sem stórdansleikur Helga Björns og Reiðmanna Vindanna fer fram.
Veislugestir fá miðann á dansleikinn á kr 2500 á hurð.