Uppgjör mótsins

Mótið að bresta á
20.08.2009
Þakkarbréf norðurbær suðurbær
05.09.2009
Sýna allt

Uppgjör mótsins

 

Að gamni tókum við saman tölfræðina úr riðlunum.

Eins og sjá
má tókst mótsstjórn betur upp við að skipta í jöfn lið í yngri flokki heldur en
í þeim eldri.

 

Lið Mörk skoruð Mörk fengin Stig Sæti
Eldri flokkur
Gulir

7

6

3

3

Grænir

16

2

9

1

Rauðir

1

14

0

4

Bláir

7

9

6

2

Yngri flokkur
Gulir

9

7

4

2

Grænir

5

5

4

3

Rauðir

3

6

3

4

Bláir

5

4

5

1

 

Mjög jöfn keppni var útkoman í yngri flokki en í eldri flokki
forfölluðust margir í hópi rauðra og stigaafrakstur dagsins varð því rýr hjá
þeim þegar upp var staðið, grænir voru hinsvegar í sérflokki að þessu sinni.

Þessi
keppni reyndist lærdómsrík á margan hátt því óneitanlega voru ýmis nöfn á meðal
keppenda sem mótstjórn var ekki alveg með knattspyrnugetuna á tæru.

Heildarstigafjöldi
bæjarhlutanna varð þessi:

Norðurbær 13 – Suðurbær 10.

Ath. Aðeins tekið úr
leikjum milli Norðurbæjar og Suðurbæjar, innbyrðis viðureignir bæjarhlutanna eru
ekki með í þessari tölfræði.

Komið hefur upp sú hugmynd að á næsta ári verði
veittur farandbikar til þess bæjarhluta sem fær flest stig og elsti keppandi
viðkomandi bæjarhluta myndi þá taka við bikarnum fyrir hönd bæjarhlutans.

Einnig
hefur komið fram sú hugmynd að sigurliðin í hvorum aldursflokki fái
verðlaunapeninga.

Okkur var einnig bent á það að einhverjir Reynismenn sem
ólust ekki upp í Sandgerði hefðu notað það sem afsökun fyrir að mæta ekki að
keppnin heitir Norðurbær-Suðurbær og því hafi þeim fundist að þeir yrðu
hálfgerðar boðflennur. Þetta er hugsanavilla sem við verðum að hjálpast að við
að leiðrétta fyrir næsta ár, það eitt að hafa hugsað til Reynis Sandgerði á
jákvæðan hátt er næg ástæða fyrir mætingu.

Látið endilega vita ef þið hafið einhverjar
hugmyndir að betrumbótum á mótinu fyrir næsta ár.