Síðastliðinn Uppstigningardag var Unglingaráði knattspyrnudeildar Reynis í Sandgerði færðir 50 boltar að gjöf frá þátttakendum í Norðurbær-Suðurbær mótinu.
Daði Bergþórsson, formaður unglingaráðs ksd. Reynis, tók við gjöfinni ásamt nokkrum hressum iðkendum. Þeir Arnar Óskarsson og Sigursveinn B. Jónsson sáu um að afhenda boltana fyrir hönd þátttakenda. Vafalaust munu boltarnir koma að góðum notum og bað Daði fyrir góðar kveðjur til allra þeirra sem hafa tekið þátt í mótinu frá upphafi og þannig lagt sitt af mörkum til að efla starf ksd. Reynis.
Næsta mót fer einmitt fram föstudaginn 25. ágúst næstkomandi og til gamans má geta að mótið mun þá fagna 10 ára afmæli.