Styttist í fótboltaveislu hinna bestu

Helgi Björns mætir í öllu sínu veldi
06.08.2012
Nú fer hver að verða síðastur, aðeins tveir dagar þar til skráningu lýkur.
14.08.2012
Sýna allt

Styttist í fótboltaveislu hinna bestu

Nú eru einungis 15 dagar þar til flautað verður til leiks í
fótboltaveislu hinna bestu úr norðri og suðri. Það hafa nú þegar 38 þáttakendur
skráð sig til leiks og má sjá þáttakendalistann hér ofar á síðunni. 

Þeim sem
ætla að mæta og eiga enn eftir að skrá sig er bent á að hafa hraðar hendur því að
pöntun vegna búninga og merkinga þarf að liggja fyrir ekki seinna en 15. ágúst. 

Hægt er að skrá sig á [email protected]

Það komast örugglega færri að en vilja í
saltfiskveisluna um kvöldið þar sem einungis 120 sæti verða í boði en þar mun
hinn eini sanni Helgi Björns verða aðaltrompið. Að sjálfsögðu ganga þáttakendur
í fótboltamótinu fyrir ásamt mökum. Það mun verða rífandi stemning í kofanum eins
og endra nær þar sem saltfiskur, söngur og gleði munu ráða ríkjum. 

Við
viljum biðja allt Reynisfólk nær og fjær að hjálpa okkur að smala sem
flestum á mótið og leggja sitt af mörkum til að gera daginn
ógleymanlegan, sendið tölvupóst eða hringið í gömlu liðsfélagana,
stuðningsmennina, stjórnarmennina o.s.frv. 

Muna það einnig að þegar þið
hvetjið menn til að mæta og taka þátt: Þá er getuleysið fyrirgefið en
viljaleysið ekki.