Nú fer hver að verða síðastur, aðeins tveir dagar þar til skráningu lýkur.

Styttist í fótboltaveislu hinna bestu
09.08.2012
Mótsgjaldið þarf að greiða fyrir miðvikudagskvöld 22. ágúst
21.08.2012
Sýna allt

Nú fer hver að verða síðastur, aðeins tveir dagar þar til skráningu lýkur.

Nú eru einungis 10 dagar þar til mótið hefst og viljum við endilega
hvetja menn til að skrá sig strax og minnum á að skráningu lýkur á
miðnætti 15. ágúst. Búningapöntunin verður send inn strax morguninn
eftir.

Það fjölgar ört keppendum á þáttakendalistanum.

Innifalið í mótsgjaldi sem er kr 7.000 er eftirtalið:

-Keppnistreyja, glæsileg stuttermatreyja sem mun nýtast við flest tækifæri

-Ómæld gleðin við að hlaupa inn á Reynisvöllinn í fullum herklæðum og takkaskóm
(ómetanlegt)

-Lýsi og liðamín – mánaðarskammtur (sumum veitir ekki af ársbirgðum )

-Miði í saltfiskveisluna víðfrægu þar sem á boðstólum verður saltfiskur og
meðlæti eins og hver getur í sig látið, verðlaunaafhendingar og gamanmál að
hætti hússins, söngur og gleði ræður ríkjum og rúsínan í pylsuendanum: Helgi
Björns mætir á svæðið og tekur nokkra þekkta slagara og kemur gestum í
stuðgírinn.

Þeir sem taka með sér maka í veisluna þurfa að greiða kr. 3000
aukalega.

Greiðist inn á reikning nr.
0147-05-004874 kt. 680683-0269 um leið og þið hafið skráð ykkur inn.

Smelltu hér til að skrá þig.