Vegna fjölda áskorana þá ætlum að endurtaka sveitaballastemminguna sem var í samkomuhúsinu í Sandgerði á síðasta ári þar sem Stuðlabandið mætti og gerði hreinlega allt brjálað.
Þeir koma funheitir til leiks eftir spilamennsku á Þjóðhátið.
Dansleikurinn verður haldinn eftir saltfiskveisluna góðu föstudagskvöldið 24. ágúst.
Stuðlabandið er vinsælasta ballhljómsveit landsins í dag.
Hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra spilagleði, líflega sviðsframkomu og gott lagaval sem er hannað til þess að halda gestum á dansgólfinu allan tímann.
Það er Knattspyrnudeild Reynis sem heldur dansleikinn.
Miðaverð og sala nánar auglýst síðar.