Skráningu lýkur þann 15. ágúst

80 ára afmæli Reynis
Myndir úr 80 ára afmæli Reynis
15.07.2016
Mótið í beinni útsendingu?
14.08.2016
Sýna allt

Skráningu lýkur þann 15. ágúst

Við viljum biðja þá sem eiga eftir að skrá sig í gleðina að hafa hraðar hendur því lokað verður fyrir skráningu mánudaginn 15. ágúst. Pöntun á kepnistreyjum þarf að liggja fyrir eigi síðar en á mánudag.

Fótboltaveislan Norðurbær-Suðurbær fer fram í níunda sinn föstudaginn 26. ágúst á K&G vellinum í Sandgerði. Mæting er kl 15 þar sem búningar verða afhentir að venju og myndataka liða fer fram áður en mótið sjálft hefst. Flautað verður til leiks kl.16. Stefnt er á að mótinu ljúki um kl 18 þannig að keppendur hafi góðan tíma til að sturta sig og skipta yfir í betri fötin fyrir saltfiskveisluna góðu sem hefst kl 20 í Reynisheimilinu.

Innifalið í mótsgjaldi sem er kr 8.000 er eftirtalið:
Alvöru keppnistreyja
Gengið inn á völlinn fylktu liði við undirspil Meistaradeildar lagsins og Jóa Útherja í flutningi Ómars Ragnarssonar, einstök upplifun
Lýsi og liðamín, mánaðarskammtur
Miði í hina rómuðu saltfiskveislu þar sem verðlaunaafhendingar, gamanmál að hætti hússins, söngur og gleði ráða ríkjum
Veglegur happdrættisvinningur sem dreginn verður úr aðgöngumiðum veislugesta
Ligeglad Holy B betur þekktur sem Helgi Björns mætir á svæðið ásamt Stefáni Magnússyni gítarleikara
Rútuferð í samkomuhúsið þar sem stórdansleikur Helga Björns og Reiðmenn Vindanna fer fram
Aðgöngumiðinn í veisluna gildir sem 500 kr inneign á barnum á dansleiknum.
Þeir sem taka með sér maka í veisluna þurfa að greiða kr. 4000 aukalega.
Skráðu þig hérna