Skráning hafin í Norðurbær – Suðurbær mótið

Styttist í Fótboltamót hinna bestu úr Norðri og Suðri
18.06.2013
John Earl Kort Hill í skallaboltanum
14.08.2013
Sýna allt

Skráning hafin í Norðurbær – Suðurbær mótið

Það líður óðum að hinni árlegu fótboltaveislu Norðurbæjar-Suðurbæjar í Sandgerði en mótið verður haldið að þessu sinni föstudaginn 30. ágúst á Reynisvellinum og að sjálfsögðu verður hin víðfræga saltfiskveisla á sínum stað með tilheyrandi glimmeri.

Suðurbær á harma að hefna þar sem Norðurbærinn fór með sigur af hólmi á síðasta ári, með naumindum þó, í mögnuðum úrslitaleik. Það er ljóst að Suðurbær ætlar sér sigur þetta árið og hefur leitað allra leiða til þess að styrkja hópinn fyrir átökin og sást m.a. til útsendara liðsins á Brasilískri grundu í vor.

Hinn eini sanni Helgi Björns mætir aftur og tekur upp þráðinn frá síðasta ári þar sem hann steig á stokk og gerði allt hreinlega brjálað (í jákvæðri merkingu).

Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flest í gleðinni.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá ásamt skráningarformi er að finna hérna.