Enn berast stórfréttir úr sportinu.
Okkur er sönn ánægja að segja frá því að markmennirnir Jonathan Farber og Rúnar Gissurarson munu standa á milli stanganna þegar vítakeppni hinna bestu fer fram á Sandgerðisvellinum nk föstudag.
Jonathan kemur frá Ástralíu og er aðalmarkvörður mfl í dag. Rúnar þarf ekki að kynna en hann hefur varið mark Reynis mörg undanfarin ár við góðan orðstír.
Þykir þetta mikill hvalreki fyrir viðburðinn þar sem báðir leikmenn hafa varið mark Reynis af stakri prýði og eru miklir vítabanar.
Mönnum er eflaust enn í fersku minni þegar Rúnar tryggði Reyni sigur á eftirminnilegan hátt í vítaspyrnukeppni gegn KR í minningarleiknum um Magnús Þórðarson í fyrra.
Fór aðeins um þáttakendur þegar fréttirnar bárust og hefur sést til manna æfa vítaspyrnur um allar jarðir þessa dagana.
Ekki er loku fyrir það skotið að leikmennirnir taki frekari þátt í viðburðinum og er mótsnefnd að fara yfir umsóknir beggja liða þess efnis.