Það er Óskar Gunnarsson sem tekur við Skallaboltanum af Jónasi Þórhallssyni en hann skallaði boltann laglega í síðasta Skallabolta.
Óskar lék með mfl. Reynis á árunum 1960-1975 og er einn af þeim alhörðustu sem Reynir Sandgerði hefur alið af sér í fótboltanum. Var fyrirliði lengstum og mikill leiðtogi á vellinum.
Bæjarmálin áttu hug hans í rúma tvo áratugi og hefur hann átt sinn þátt í uppbyggingu þeirrar glæsilegu aðstöðu sem Knattspyrnudeild Reynis hefur yfir að ráða í dag en hún þykir með þeim glæsilegri á landinu.