Nú eru einungis 10 dagar þar til mótið hefst og viljum við endilega
hvetja menn til að skrá sig strax og minnum á að skráningu lýkur á
miðnætti 15. ágúst. Búningapöntunin verður send inn strax morguninn
eftir.
Það fjölgar ört keppendum á þáttakendalistanum.
Innifalið í mótsgjaldi sem er kr 7.000 er eftirtalið:
-Keppnistreyja, glæsileg stuttermatreyja sem mun nýtast við flest tækifæri
-Ómæld gleðin við að hlaupa inn á Reynisvöllinn í fullum herklæðum og takkaskóm
(ómetanlegt)
-Lýsi og liðamín mánaðarskammtur (sumum veitir ekki af ársbirgðum )
-Miði í saltfiskveisluna víðfrægu þar sem á boðstólum verður saltfiskur og
meðlæti eins og hver getur í sig látið, verðlaunaafhendingar og gamanmál að
hætti hússins, söngur og gleði ræður ríkjum og rúsínan í pylsuendanum: Helgi
Björns mætir á svæðið og tekur nokkra þekkta slagara og kemur gestum í
stuðgírinn.
Þeir sem taka með sér maka í veisluna þurfa að greiða kr. 3000
aukalega.
Greiðist inn á reikning nr.
0147-05-004874 kt. 680683-0269 um leið og þið hafið skráð ykkur inn.
Smelltu hér til að skrá þig.