Þá er loks komið að því að hörkurimma
Norðurbæjar og Suðurbæjar í knattspyrnu fari fram á Sandgerðisvelli. Áhorfendur
eru beðnir um að mæta snemma á svæðið til að tryggja sér sæti í stúkunni, liðin
verða kynnt til leiks rétt fyrir fyrstu leikina sem hefjast stundvíslega kl.
16:00.
Athygli er vakin á því að veitingar verða seldar á staðnum til stuðnings
góðu málefni.
Keppendur eru hins vegar beðnir um að mæta
ennþá fyrr eða kl. 15:00 til að stilla saman strengina fyrir baráttu dagsins.
Myndataka á hverju liði mun fara fram áður en leikir hefjast.
Keppendur eru minntir á að flestir ætla að mæta í vinnu á mánudaginn
kemur og því er blátt bann við tæklingum og öðrum tilburðum sem stofnað geta
heilsu leikmanna í hættu. Dómararnir eru við öllu búnir þegar kemur að
refsingum, heyrst hefur að strangasta refsingin felist í 7 ára keppnisbanni í
Norðurbær-Suðurbær ásamt útlegð á Jan Mayen.
Að þessu sinni er
keppendum skipt í 3 aldurshópa, 2 lið í hverjum aldurshópi. Spilaður er 7 manna
bolti á hálfan keppnisvöll.Mótsstjórn hefur legið sveitt við að raða í
lið síðustu daga og útkoman er þessi (ath. að þó einhverjir séu aldir upp í
Suðurbæ geta þeir færst yfir í Norðurbæ vegna ólíklegustu tengsla, þetta er
einfaldlega vegna manneklu í Norðurbæ í yngri hópunum):
Yngsti hópur, Norðurbær:
Ólafur
Þór Ólafsson fyrirliði
Bragi
Guðjónsson
Magnús
Heiðar Magnússon
Sigursveinn
Bjarni Jónsson
Björn
Ingvar Björnsson
Hlynur
Þór Valsson
Stefán
Þór Sigurbjörnsson
Atli Þór
Karlsson
Ólafur
Viggó Sigurðsson m
Bjarki
Dagsson
Guðmundur
Fannar Sigurbjörnsson
Þorgeir
Karl Gunnarsson
Yngsti hópur, Suðurbær:
Guðmundur Skúlason fyrirliði
Elías Sigvarðason
Sigfús Aðalsteinsson
Ari Gylfason
Bergur Eggertsson
Daði Bergþórsson
Atli Ragnar Óskarsson
Guðlaugur Ottesen m
Anton Már Ólafsson
Einar Júlíusson
Vilhjálmur Sigurðsson
Þórhallur Ottesen
Miðju hópur, Norðurbær:
Viðar Arason fyrirliði
Árni Sigurpálsson
Þórir Eiríksson
Ágúst Svavarsson
Guðmundur M. Stefánsson
Þórður Þorkelsson
Örn Unnarsson
Jónas Gestur Jónasson
Anthony John Stissi
Jakob Már Jónharðsson
Róbert Sighvatsson m
Marc Salomon
Miðju hópur, Suðurbær:
Sigurður Óli Sumarliðason fyrirliði
Bergmann Skúlason
Eiríkur Bragason
Tyrfingur Andrésson
Ásgrímur Sigurjónsson
Einar Bergþórsson
Guðmundur G. Gunnarsson
Elvar Grétarsson m
Ómar Svavarsson
Aðalheiður Reynisdóttir
Arnar Óskarsson
Gunnlaugur Ágúst Ólafsson
Gissur Hans Þórðarson
Heldri hópur, Norðurbær:
Sigurður Þorkell Jóhannsson fyrirliði
Ingibjörn Jóhannsson
Eðvarð Ólafsson
Einar Valgeir Arason
Júlíus J. Jónsson
Jón Árni Ólafsson
Jóhann Magni Jóhannsson
Finnbjörn Magnússon
Jónas Karl Þórhallsson
Hjörtur Jóhannsson
Sæbjörn Þórarinsson
Helgi Sigurbjörnsson
Grétar Sigurbjörnsson
Jón Örvar Arason
Ágúst Karlsson
Heldri hópur, Suðurbær:
Sigurður Guðjónsson fyrirliði
Óskar Gunnarsson
Bjarni Andrésson
Eyjólfur Ólafsson
Páll Gíslason
Gissur Þór Grétarsson
Þórður Ólafsson
Jón Bjarni Sigursveinsson
Pétur Brynjarsson
Erlingur Jónsson
Jón Gunnarsson
Ómar Björnsson
Kristþór Gunnarsson
Ólafur Sólmundarson
Jóhannes Sigurjónsson
Hallgrímur Arthúrsson
Vítakeppni:
Ólafur G. Gunnlaugsson
Kári Sæbjörnsson
Reynir Óskarsson
Guðjón Bragason
Axel Jónsson
Ævar Már Finnsson
Þorvaldur Finnsson
Aðrir þátttakendur:
John Hill
Sigurður R. Pétursson
Guðmundur Finnsson
Hannes Jón Jónsson
Eggert Andrésson
Eyþór Örn Haraldsson
Karl Ottesen
Olgeir Andrésson
Dómarar:
Kristinn Jakobsson
Magnús Þórisson
Kynnir:
Jón Norðfjörð
Ljósmyndari:
Smári Sæbjörnsson
Kl. 16:00 leika yngri hóparnir tveir á sitthvorum vellinum.
Leiktíminn er 2 x 20 mínútur. Að loknum þessum viðureignum er komið að heldri
köppunum að leiða saman hesta sína. Sá leikur verður 2 x 15 mín eða 2 x 20 mín
ef leikmenn treysta sér til þess.
Sá bæjarhluti sem hlýtur flest stig út úr þessum 3 viðureignum
fær stórglæsilegan farandbikar sem aldursforseti bæjarhlutans tekur við í
lokahófinu um kvöldið. Bikarinn verður varðveittur í Íþróttamiðstöð
Sandgerðisbæjar á milli móta. Sigurður R. Pétursson í Ís-Spor gefur þennan
glæsilega bikar.
Að loknum leikjunum fer fram vítakeppni á milli þeirra
aðila sem ekki treysta sér í spriklið. Vítakóngur ársins verður krýndur í
lokahófinu um kvöldið.
Lýsi gefur öllum þátttakendum pakka af Lýsi og
Liðamíni.
Lokahófið fer fram í kvöld í sal Reynisheimilisins og
opnar húsið kl. 19:30. Þar verður slegið upp heljarinnarveislu, í boði
verður saltfiskur og reykt svínakjöt að hætti Guðmundar M. Stefánssonar og
Magnúsar Þórissonar.Til að skola herlegheitunum niður geta menn lagt fram
litla styrki og fá þá guðaveigarað gjöf. Að loknu borðhaldi og
verðlaunaafhendinguverður sungið og sagðar sögur frá glæstum sigrum í
boltanum. Einnig slæðist inn lítiðhappdrætti þar sem
einivinningurinn er fartölva frá Opnum Kerfumað upphæð 160.000
krónur, hámark einn miði á gest. Að lokum ætla Hobbitarnir að taka nokkur vel
valin lög.
Eftirtalin fyrirtæki styrkja Norðurbær-Suðurbær
keppnina:
K&G Fiskverkun
Lýsi
Síld og Fiskur
Opin Kerfi
Stakkavík
Rétturinn
Norðanfiskur
Bitinn
Skólamatur
Umboðsverslunin Vista
Deloitte
Ice-Group
Ís-Spor
Henson
Allur ágóði af mótinu rennur til þess verkefnis að
gera sal Reynisheimilisins sem glæsilegastan en þar vantar ennþá borð og stóla.
Knattspyrnudeild Reynis fær sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag til
mótsins.
Nefndin.