Góðan daginn Reynismenn og konur!
Nú er stóri
dagurinn rétt handan við hornið og menn væntanlega í stífum æfingum þessa
dagana. Reynisheimilið opnar kl. 15:00 á föstudaginn og keppni hefst
stundvíslega kl. 16:00.
Menn eru spenntir að vita með hverjum þeir eru í liði
en það kemur ekki í ljós fyrr en menn mæta á svæðið. Liðin verða hengd upp á
vegg kl. 15:00 og þar kemur einnig fram hver er fyrirliði hvers liðs.
Fyrirliðar skulu sjá um að safna sínu liði saman og þegar gengið er inn á
völlinn fyrir keppnina skulu menn hafa myndað góða röð þar sem fremst fara
gulir, þá rauðir, þá grænir og svo bláir.
Við ítrekum að reynt var eftir
fremsta megni að hafa menn í þeim bæjarhluta sem þeir tilheyra/tilheyrðu en
auðvitað þurftum við að gera ýmsar tilfæringar, sérstaklega var erfitt að manna
norðurbæjarliðin í yngri flokki og menn mega því ekki láta sér bregða ef þeir
eru í öðru liði en þeir bjuggust við.
Við hvetjum ykkur til að mæta tímanlega, sækja treyjurnar ykkar, hitta liðsfélagana
og leggja á ráðin fyrir átök dagsins. Muna að taka með góða skapið og
jákvæðnina og þá verður þessi dagur ógleymanlegur.
Til þess að auðvelda okkur
starfið og forðast tafir á keppnisdegi vil ég biðja ykkur að leggja
þátttökugjaldið inn á reikning nr: 1109-15-201255, kt. 440294-2869. Muna skal að setja
nafn og kennitölu í skýringu við greiðslu. Gjaldið er 6.500 kr og ef maki
mætir í saltfiskveislu þá greiðast 1.500 kr aukalega.
Treyjur
verða ekki afhentar fyrr en búið er að greiða þátttökugjald.
Ef
einhverjar breytingar eru á bókunum v/saltfiskveislu þá megið þið gjarnan láta
vita af því sem fyrst.