Matseðill kvöldsins

Logo Merki
Dagskráin í heild sinni
14.08.2019
Skráningarfrestur til miðnættis sunnudaginn 18. ágúst
16.08.2019
Sýna allt

Matseðill kvöldsins

Logo Merki

Matseldin að þessu sinni verður í öruggum höndum Magnúsar Þórissonar og hans fólks á Réttinum.
Það verður meira en bara saltfiskur í boði að þessu sinni en að sjálfsögðu verður hann í aðalhlutverki nú sem áður.

Það verður framreiddur hefðbundinn saltfiskur með kartöflum, rófum ásamt hvítlauks-smjörbræðingnum fræga, hömsum og þrumara.

Þá verður í boði ómótstæðilegur saltfiskréttur að spænskum sið.

Einnig ætlum við að brydda upp á þeirri nýjung að bjóða upp á plokkfisk í sparifötunum og reykta og grafna bleikju með sósum og tilheyrandi meðlæti.

Sannkallað sælkerahlaðborð.

Skráðu þig til leiks með því að smella hér

Meira um mótið á www.nordursudurbaer.is