Viðburðurinn Norðurbær vs Suðurbær fer fram þann 26. ágúst og verður saltfiskurinn í aðalhlutverki í veislu kvöldsins að vanda
Matseldin verður í öruggum höndum Magnúsar Þórissonar og hans fólks á Réttinum.
Í síðustu veislu var bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða upp á meira en bara hefðbundinn saltfisk, fór það vel í veislugesti
Verður eftirfarandi á veisluborði kvöldsins
Það verður framreiddur hefðbundinn saltfiskur með kartöflum, rófum ásamt hvítlauks-smjörbræðingnum fræga, hömsum og þrumara.
Þá verður í boði Spánskur Bacalaó, saltfiskréttur að spænskum sið
Einnig verður plokkfiskurinn á sínum stað.
Innbökuð og grafin bleikja með sósum og tilheyrandi meðlæti.
Sannkallað sælkerahlaðborð.
Skráðu þig til leiks með því að smella hér
Meira um mótið á www.nordursudurbaer.is