Gunnar Jarl Jónsson verður aðaldómari

Skráning hafin í Norðurbær-Suðurbær mótið 2017
26.07.2017
Stórdansleikur með Stuðlabandinu
08.08.2017
Sýna allt

Gunnar Jarl Jónsson verður aðaldómari

Aðaldómari á 10 ára afmæli Norðurbæjar-Suðurbæjar mótinu verður enginn annar en Gunnar Jarl Jónsson.

Gunnar eða Jarlinn eins og hann hefur oft verið kallaður hefur verið valinn besti dómari Pepsi deildarinnar undanfarin tvö ár.

Gunnar er einnig alþjóðadómari og hefur dæmt í efstu deilt um árabil.

Bjóðum við Gunnar Jarl sérstaklega velkominn í vöggu fótboltans á Sandgerðisvöll en búist er við því að Jarlinn eigi náðugan dag þar sem háttvísi og áferðarfallegur sambabolti er jafnan í hávegum þegar stórveldin etja kappi.