Fótboltaveislan Norðurbær-Suðurbær fer fram í fimmta sinn í dag föstudaginn
24. ágúst á Reynisvellinum í Sandgerði.
Kl 15:00 Mæting er í Reynisheimilinu þar
sem búningar verða afhentir.
Kl 15:50 Gengið inn á völlinn og liðin
verða mynduð. Sérlegur ljósmyndari mótsins verður Kristinn Halldórsson
Kl 16:00 Flautað verður til leiks. Tvö yngri liðanna, Trippin og Folarnir spila samtímis fyrstu leikina og svo munu Gæðingarnir leika síðasta leik mótsins.
Vítaspyrnukeppnin. Þrjár umferðir þar sem þeir sem skora úr flestum spyrnum fara áfram í útsláttarkeppni.
Verðlaunafhendingar munu fara fram í veislunni um kvöldið.
Stefnt er á að mótinu ljúki um kl
18
Kl 20 Saltfiskveisla af bestu gerð í Reynisheimilinu.
Matseldin mun
verða í öruggum höndum Guðmundar bragðlaukameistara Stefánssonar sem hefur
sérhæft sig í útvötnun og eldun á söltum þorski ásamt hömsum og fengið mikið
lof fyrir undanfarin ár.
Á boðstólnum verður mismunandi gulur saltfiskur,
hamsar að sjálfsögðu ásamt margskonar meðlæti.
Einnig mun
hvítlaukssmjörbráðin sem kynnt var til sögunnar í veislunni í fyrra vera á
sínum stað en til gamans má geta þess að hún er hönnuð af forskrift Jónasar
Þórhallssonar og þökkum við honum sérstaklega fyrir að deila fjölskylduleyndarmálinu
með okkur.
Til að toppa þetta allt saman þá mun Magnús Þórisson meistarakokkur
mæta með saltfiskréttinn sem sló í gegn í fyrra og hefur verið gefið nafnið
bacalao amarilla tarjeta roja eða gulur þorskur á rauðu spjaldi og minnir
bragðið töluvert á hinn léttleikandi sambabolta sem einkennir mótið.
Veislustjórn
verður í öruggum höndum Sigursveins Bjarna Jónssonar.
Verðlaunaafhendingar og
gamanmál að hætti hússins, söngur og gleði.
Helgi Björns mætir í öllu sínu
veldi og kemur gestum í stuðgírinn.