Annan Skallaboltann á Jónas Karl Þórhallsson

Fyrsta Skallaboltann á Gunnar Guðjónsson
12.10.2012
Jólakveðja
23.12.2012
Sýna allt

Annan Skallaboltann á Jónas Karl Þórhallsson

Sá sem tekur við Skallaboltanum af Gunnari Guðjónssyni er enginn annar en Jónas Karl Þórhallsson knattspyrnumaður af lífi og sál.

Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi fengið himnasendingu frá okkur Sandgerðingum þegar hann fluttist búferlum í kringum 1975. Jónas starfar sem skrifstofumaður hjá Þorbirni-Fiskanes og er jafnframt formaður Knattspyrnudeildar UMFG. Það komast fáir þar sem Jónas hefur hælana hvað varðar áhuga og eldmóð þegar kemur að fótbolta og hefur hann setið í stjórn UMFG í rúmlega 30 ár.

Sjá meira hér