
Skráning er hafin í stærstu knattspyrnuveislu ársins
02.08.2022
Þorvaldur og Arnar Þór verða dómarar
14.08.2022Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að það verður enginn annar en Magnús Kjartan Eyjólfsson, “brekkusöngvari” og forsöngvari hljómsveitarinnar Stuðlabandsins sem mun halda uppi stuðinu í Salfiskveislu kvöldsins.
Magnús og hljómsveit hans Stuðlabandið hefur farið á kostum undanfarin ár og skipað sér sess sem ein allra besta danshjómsveit landsins.
Magnús hitaði upp á dögunum fyrir veisluna góðu með áhrifamiklum brekkusöng á þjóðhátíð í Eyjum þar sem allir sungu með og má búast við því að það verði rífandi stemming að vanda og klárlega vel tekið undir í Reynisheimilinu þetta kvöld.
