Ríðum sem fjandinn!
Nú líður að hinni árlegu bæjarhátíð Sandgerðinga, Sandgerðisdögum, en aðaldagskrá hátíðarinnar fer fram helgina 26.- 28. ágúst. Eitt af stærstu atriðum Sandgerðisdaga er stórdansleikur með Helga Björns og reiðmönnum vindanna en þeir leika fyrir dansi í hinu víðfræga samkomuhúsi bæjarins á föstudagskvöldinu.
Það má því búast við hörku fjöri og geta dansþyrstir Suðurnesjamenn sannarlega dansað af sér skóna þetta kvöld og gera má ráð fyrir að fjölmargir slagarar fái að hljóma í Samkomuhúsinu.
Þess má geta að 25 ára aldurstakmark er á ballið og fer forsala aðgöngumiða fram í Reynisheimilinu mánudagskvöldið 22. ágúst frá kl. 18:00 – 22:00.
Miðaverð í forsölu er aðeins 3000 kr en 3500 kr við hurð.
Við viljum vekja athygli á því að þáttakendur í Norðurbæ/Suðurbæ leikunum fá aðgöngumiðann á ballið á 2500 kr við hurð.