Fótboltaveislan Norðurbær-Suðurbær fer fram í sjötta sinn föstudaginn 30. ágúst á Reynisvellinum í Sandgerði.
Dagskráin er að mótast og fer hún hér eftir í grófum dráttum.
Mæting er kl 15 þar sem búningar verða afhentir og myndataka liða fer fram áður en mótið sjálft hefst. Það mun svo verða flautað til leiks kl.16. Stefnt er á að mótinu ljúki um kl 18 þannig að keppendur hafi góðan tíma til að skola af sér og skipt yfir í betri gallann fyrir hina víðfrægu saltfiskveislu sem hefst kl 20 í Reynisheimilinu.
– Innifalið í mótsgjaldi sem er kr 8.000 er eftirtalið:
– Glæsileg keppnistreyja
– Ómæld gleðin við að hlaupa inn á Reynisvöllinn í fullum herklæðum
– Lýsi og liðamín mánaðarskammtur
– Nature Walley fjörefnabættar orkustangir einn kassi
– Miði í hina rómuðu saltfiskveislu þar sem verðlaunaafhendingar, gamanmál að hætti hússins, söngur og gleði ráða ríkjum
– Veglegur happdrættisvinningur sem dreginn verður úr aðgöngumiðum veislugesta
– Sjálfur Helgi Björns mætir og tryllir lýðinn. Nær öruggt að dansað verður upp á borðum.
Þeir sem taka með sér maka í veisluna þurfa að greiða kr. 4000 aukalega.
Greiðist inn á reikning nr. 0147-05-004874 kt. 680683-0269 um leið og þið hafið skráð ykkur inn hérna.
Meira síðar.
Nefndin