Veislustjóri og trúbador saltfiskskvöldsins verður Sveinbjörn nokkur Grétarsson betur þekktur í dag sem trúbadorinn Bjössi greifi.
Hefur hann starfað sem tónlistarmaður í rúmlega 32 ár.
Hann er gítarleikari, söngvari, meðlimur og stofnandi hljómsveitarinnar Greifarnir og hefur verið í henni frá stofnun árið 1986 til dagsins í dag.
Bjössi er höfundur fjölmargra laga eins og td Frystikistulagið (sem hann syngur sjálfur) og Útihátíð.
Hann hefur um árabil leitt brekkusöng um verslunarmannahelgina í Kópavogi við frábærar undirtektir.
Við komum því klárlega ekki að tómum kofanum hjá Bjössa greifa þegar kemur að tónlist og að halda uppi góðri stemmingu.
Eins og áður hefur komið fram er saltfiskveislan hluti af dagskrá fótboltamótsins Norðurbær vs Suðurbær sem fram fer föstudaginn 24. ágúst í Reynisheimilinu.
Þeir sem vilja taka þátt í deginum geta skráð sig á hlekknum sem er hér.