Föstudaginn 30. ágúst fór fram, í fimmtánda sinn, knattspyrnukeppnin milli Norður- og Suðurbæjar.
Það voru 75 keppendur sem skráðu sig til leiks og þar af voru 19 stelpur.
Veðrið var ekki alveg upp á sitt besta en það dró úr roki og rigning rétt á meðan mótið fór fram séu frá taldar síðustu mínúturnar í síðasta leiknum.
Staðan í sigrum fyrir þetta mót var 8-6 fyrir Suðurbæ.
Vel var mætt á völlinn og áhorfendur sem og keppendur skemmtu sér nokkuð vel.
Fyrirliðar og jafnframt elstu þáttakendurnir að þessu sinni voru þeir Óskar Gunnarsson fyrir Suðurbæ og Jónas Karl Þórhallsson fyrir Norðurbæ og leiddu þeir liðin inn á iðagrænan völlinn með bikarinn sín á milli undir spili Meistaradeildarlagsins og Jóa Útherja.
Það voru 15 skráðir í vítakeppnina og í fyrsta skipti var kvenkyns þáttakandi með.
Fyrirkomulagið var þannig að spyrnt var á tvö mörk í þremur umferðum.
Guðmundur Stefánsson stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi keppni og Fanney Dóróthe stóð uppi sem sigurvegari kvenna.
Það var keppt í tveimur aldursflokkum hjá körlum og spilaðir tveir leikir í flokki Gæðinga og Fola.
Það var leikinn einn leikur í kvennaflokki og var það vel blandaður flokkur Mera og Hryssa.
Fyrirkomulagið var þannig að samtímis var leikið í flokki Gæðinga og blönduðum flokki Mera og Hryssa. Bæði Suðurliðin sigruðu sína leiki og var kvennaleikurinn frekar ójafn að þessu sinni.
Síðast fór fram leikur Folanna og sigraði Suðurliðið einnig þar. Sigraði Suðurbær í öllum leikjunum að þessu sinni.
Mörg glæsileg tilþrifin sáust í öllum þremur leikjunum.
Dómarar mótsins voru Pétur Guðmundsson, valinn besti dómari landsins síðustu þrjú ár og kollegi hans en þeir hlupu í skarðið fyrir Þorvald Árnason og Arnar Ingi Ingvarsson sem forfölluðust á síðustu stundu
Venju samkvæmt fengu allir leikmenn Liðamín og Lýsi í boði Lýsi hf að móti loknu. Einnig fengu allir keppendur próteindrykkinn Hleðsla sem var í boði MS
Um kvöldið fór fram saltfiskveisla í Reynisheimilinu og þar komu saman þáttakendur mótsins, makar og aðrir gestir, vel rúmlega 90 manns.
Veislustjórn kvöldsins var í höndum Sigursveins Bjarna Jónssonar
Hinn óborganlegi Örvar Kristjánsson kitlaði allhressilega hláturtaugar veislugesta með óvæntu uppistandi.
Það var svo Iceguys meðlimurinn Jón Jónsson sem stjórnaði happdrætti kvöldsins ásamt því að taka nokkur vel valin lög á gítarinn.
Magnús Þórisson og hans fólk á Réttinum sá um matseldina af sinni alkunnu snilld.
Það var framreiddur hefðbundinn saltfiskur með kartöflum, rófum ásamt hvítlauks-smjörbræðingnum fræga, hömsum og þrumara. Einnig var í boði spánskur Bacalaó, saltfiskréttur. Plokkfiskur í og án sparifata (bernaise). Innbökuð og grafin bleikja með sósum og tilheyrandi meðlæti. Sannkallað sælkerahlaðborð.
Nefndin veitti hin ýmsu verðlaun fyrir tilþrif í mótinu:
Guðmundur Stefánsson tók við verðlaunum sem Vítakóngur mótsins
Fanney Dóróthe var Vítadrottning mótsins
Arna Sóley Sigurðardóttir raðaði inn mörkum í kvennaleiknum og var valin best kvenna
Mark mótsins skoraði Björn Ingvar Björnsson með glæsibrag en hann tók svokallaða viðstæðilausa skæraspyrnu á lofti eftir vel tekna hornspyrnu og boltinn þandi út þakmöskvana á markinu.
Guðmundur Gunnarsson, Mummi, var svo valinn besti leikmaður karla en hann var af öllum ólöstuðum í algjörum sérflokki.
Gísli Pálsson átti margar snilldarvörslurnar og réði klárlega úrslitum þessa móts og hlaut að launum nafnbótina Markmaður mótsins.
Jakob Már Jónharðsson fékk svo verðlaun fyrir “prúðmennsku”
Óskar Gunnarsson fékk viðukenningu sem elsti þáttakandi mótsins
Leikmenn Suðurbæjar kvenna og karla lyftu svo bikarnum á loft sem sigurvegarar mótsins við mikinn fögnuð viðstaddra.
Sigurður Pétursson í Ís-spor gaf enn einu sinni öll verðlaunin í mótið. Þessi mikli Reynismaður á miklar þakkir skyldar fyrir stuðninginn við mótið frá upphafi.
Að veislu lokinni var rútuferð í Samkomuhúsið, í boði Ferðaþjónustu Reykjaness, þar sem dansað var fram á nótt undir spili Stuðlabandsins.
Kærar þakkir til allra þátttakenda og gesta. Það er meiriháttar gaman að geta glaðst saman og látið gott af sér leiða.
Undirbúningsnefnd þakkar eftirtöldum fyrirtækjum ómetanlegan stuðning:
Ís-spor – Lýsi – Mjólkursamsalan – Tónaflóð – Rétturinn – Nýfiskur – Nesfiskur – Samherji – Þorlákur (Tolli) Morthens – Fraktferðir – Vörudreifing – Ferðaþjónusta Reykjaness
Einnig þökkum við öllum þeim fyrirtækjum sem lögðu til vinninga í happdrætti kvöldsins.
Undirbúningsnefnd 2024 þakkar fyrir sig:
Arnar Óskarsson
Jónas Karl Þórhallsson
Jón Bjarni Sigursveinsson
Sigursveinn Bjarni Jónsson
Björn Ingvar Björnsson
Kristján Helgi Jóhannsson