Það líður að hinni árlegu fótboltakeppni Norðurbær vs Suðurbær
Mótið fer fram föstudaginn 30. ágúst á Bronsvellinum í Sandgerði og verður saltfiskveislan góða á sínum stað.
Það verður öllu til tjaldað, alþjóðadómarar, verðlaunaafhendingar, saltfiskveisla, Jón Jónsson og rútuferðir á dansleikinn með Stuðlabandinu
Nánari dagskrá má sjá á nordursudurbaer.is
Stelpurnar eru klárlega komnar til að vera í mótinu. Þær voru hreint út sagt frábærar í fyrra og hvetjum við þær sérstaklega til að skrá sig til leiks aftur í ár
Við minnum á að hverfin verða aftur í sömu búningum þ.e.a.s. Norðurbær í hvítum og Suðurbær í rauðum. Viljum við leggja sérstaka áherslu á og hvetja alla þá sem hafa tekið þátt allavega síðustu tvö ár að mæta með gamla búninginn og spara sér 2.000 kallinn. Þeir búningar eru ekki með ártali á.
Að lokinni saltfiskveislu/skemmtikvöldi fer fram dansleikur í Samkomuhúsinu á vegum knattspyrnudeildar Reynis þar sem vinsælasta danshljómsveit landsins Stuðlabandið mun halda uppi stemmaranum fram á rauða nótt.
Rútuferðir á ballið í boði Ferðaþjónustu Reykjaness
Endilega takið daginn (og nóttina) frá.
Skráningu lýkur föstudaginn 23. ágúst
Skráið ykkur í gegnum skráningarformið með því að smella hér