Fótboltaveislan Norðurbær-Suðurbær
29. ágúst 2025
Mæting er kl 14:30 þar sem búningar verða afhentir og myndataka liða fer fram áður en mótið sjálft hefst.
Það mun svo verða flautað til leiks kl.15:30
Læknir verður staðnum og um leið og einhver meiðist, fer í fýlu eða örmagnast, þá mætir læknirinn með orkudrykk.
Stefnt er á að mótinu ljúki um kl 18:00.
Athugið sérstaklega:
Það eru tvö þáttökugjöld í boði fyrir keppendur.
Þáttökugjald verður kr 5.000 fyrir þá sem koma með sína eigin Norður/Suðurbæjar treyju.
Þáttökugjald verður kr 8.000 fyrir þá sem þurfa nýja treyju.
Það koma eingöngu til greina treyjur frá þremur síðustu mótum þar sem þær eru ártalslausar.
Suðurbær er í rauðum treyjum og Norðurbær í hvítum.
Innifalið í mótsgjaldi er eftirtalið:
– 5000 kr gjald
Fyrir keppendur sem koma með sína eigin keppnistreyju (ath að það koma eingöngu til greina treyjur frá þremur síðustu mótum þar sem þær eru ártalslausar) Suðurbær er í rauðum treyjum og Norðurbær í hvítum.
– 8.000 kr gjald
Ný keppnistreyja
– Ómæld gleðin við að hlaupa inn á Reynisvöllinn í fullum herklæðum
– Lýsi og liðamín –mánaðarskammtur
– Íþróttadrykkurinn Hleðsla frá MS til að hlaða “byssurnar” strax eftir leik
– Forgangur í miðakaup á 90 ára afmæli Reynis sem fram fer í Samkomuhúsinu föstudagskvöldið 29 ágúst. Hver keppandi getur bókað miða fyrir sig og maka. Skráning í afmælisveislu verður auglýst á allra næstu dögum.
Greiðist inn á reikning nr. 0147-05-004874 kt. 680683-0269 um leið og þið hafið skráð ykkur inn.
Skráning í fótboltann
"*" indicates required fields