Norðurbær endurheimti bikarinn á 80 ára afmælisári knattspyrnufélagsins Reyni

Myndir úr mótinu komnar inn
20.09.2015
Norðurbær - Suðurbær 2015
Skráning hafin í Norðurbær – Suðurbær mótið 2016
13.07.2016
Sýna allt

Norðurbær endurheimti bikarinn á 80 ára afmælisári knattspyrnufélagsins Reyni

Bikarinn á 80 ára afmælisári knattspyrnufélagsins Reyni - Norðurbær - Suðurbær 2015

Föstudaginn 28 ágúst síðastliðinn fór knattspyrnukeppnin milli Norður- og Suðurbæjar fram í áttunda sinn. Að þessu sinni var metþátttaka, alls voru 105 þátttakendur í fótboltanum og vítakeppninni.

Veðrið var með skásta móti að þessu sinni, ca 12 vindstig og hitinn hélst vel yfir frostmarki.

Í vítakeppninni fóru leikar þannig að Haraldur (Harrý) Grétarsson sigraði eftir harða baráttu við Björn Maronsson. Harrý setti víti í öllum regnbogans litum og sendi Jón Örvar markmann hvað eftir annað í rangt horn. Höfðu menn það á orði að Jón hefði ekki orðið svona ringlaður síðan Leeds raðféll niður um deildir ekki alls fyrir löngu.

Venju samkvæmt var leikið í 3 aldurshópum. Í hópi trippanna (yngsta hópi) varð niðurstaðan stórsigur hinna ungu Norðurbæinga en lokatölur verða ekki nefndar af virðingu við Suðurbæinga, í hópi folanna (mið-hópi) lyktaði leiknum með 3-3 jafntefli eftir stórskemmtilega viðureign. Hjá gæðingunum (elsta hópnum) sigruðu Norðurbæingar 2-0. Norðurbær endurheimti því bikarinn og sigraði með 7 stigum gegn 1 stigi Suðurbæjar. Dómgæslan var í traustum höndum Magnúsar Þórissonar og var hvergi veikan blett að finna á fumlausri dómgæslunni.

Venju samkvæmt fengu allir leikmenn liðamín og lýsi frá Lýsi hf að móti loknu. Ekki veitti af til að liðka lúna fætur fyrir stórdansleikinn sem fram fór síðar um kvöldið.

80 ára afmæli Reynis fór fram í íþróttahúsinu um kvöldið og var sú veisla án nokkurs vafa sú alglæsilegasta sem fram hefur farið í Sandgerði.

Magnús Þórisson lét sér ekki nægja það erfiða verkefni að dæma hina krefjandi leiki fyrr um daginn heldur bætti hann um betur og matreiddi forrétta- og steikarhlaðborð ofan í veislugestina sem voru um 550 talsins.

Að loknu borðhaldi hófst formleg dagskrá. Gísli Einarsson stýrði veislunni og lét gamminn geysa við góðar undirtektir veislugesta.

Sigursveinn Jónsson stýrði svo verðlaunaafhendingu vegna Norður-Suðurbær keppninnar ásamt dóttur sinni, Júlíu Rut. Haraldur Grétarsson tók við vítaskyttubikarnum og Ebbi Óla, fyrirliði Gæðinganna í Norðubæ, tók við farandbikarnum glæsilega fyrir hönd Norðurbæinga ásamt John Hill. Sigurður Pétursson í Ís-spor gaf öll verðlaunin í mótið, glæsilegt hjá þessum mikla Reynismanni. Sigurður gaf félaginu einnig glæsilega afmælisgjöf í formi 1.000 barmmerkja með Reynismerkinu.

Þá kom “týndur” Deildameistaratitill, knattspyrnudeildar Reynis, síðan 1995, í leitirnar og var afhentur með athöfn að nýju.

Sérstakir gestir voru vinir okkar frá Færeyjum VB og FC Suðuroy.

Félaginu voru færðar margar og góðar gjafir í tilefni af afmælinu og tók Ari Gylfason formaður knattspyrnudeildar Reynis við gjöfunum fyrir hönd félagsins.

Hljómsveitin Konukvöl dustaði rykið af græjunum og ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir tóku sjálft Reynislagið.

Ingó Veðurguð stýrði fjöldasöng og tók mannskapurinn vel undir í alþekktum íslenskum dægurlögum.

Hápunktur kvöldsins var án nokkurs vafa dansleikur Páls Óskars Hjálmtýssonar. Þorri veislugesta hristi á sér alla skanka langt fram á morgun og ljóst að margur keppandinn í Norðurbær-Suðurbær keppninni þurfti á vænni eftirmeðferð að halda næstu daga á eftir.

Kærar þakkir til allra þátttakenda, gesta, starfsmanna og stuðningsaðila fyrir að láta þennan dag verða jafn glæsilegan og raun bar vitni.

Undirbúningsnefnd þakkar eftirtöldum ómetanlegan stuðning og aðstoð:
Ís-spor – Lýsi – Jói Útherji – Rétturinn – Tónaflóð – Isavia – K&G fiskverkun –  DHL á Íslandi – Nói-Siríus – HS Veitur – HS Orka – TM – Sandgerðisbær – Seglagerð Jónatans – Staftré – Hafsteinn Friðriksson – Sigurpáll Árnason –  Magnús Þórisson – Knattspyrnudeild Reynis – Körfuknattleiksdeild Reynis – Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar – Starfsfólk Grunnskóla Sandgerðis – Knattspyrnufélagið Víðir – Knattspyrnudeild Grindavíkur – Þorrablótsnefnd Keflavíkur – Óskar Sólmundarsson – Reynir Sveinsson – Ölgerðin – Starfsfólk Sandgerðisdaga – Icelandair Cargo – Draumahár – Ný-fiskur – Hárgreiðslu og Snyrtistofan Spes – Nettó – Ormsson – Geosilica – Levi´s – Shellskálinn – Löður – Subway – Elding – Hraðlestin – Sveinbjörg, íslensk hönnun – Hamborgarafabrikkan – Jóna María, íslensk hönnun – Flugfiskur – Sporthúsið – Kopar – Vitinn – Einka.is: Fjarþjálfun – Northern Light Inn – Icelandic Seafood – Mamma Mía – Lagnir og þjónusta – Borgarbílasalan – Cargoflutningar – Nova – Byko – Nesmúr – Langbest

Undirbúningsnefnd 2015 þakkar fyrir sig:
Arnar Óskarsson
Jónas Þórhallsson
Jón Bjarni Sigursveinsson
Sigursveinn Bjarni Jónsson
Björn Ingvar Björnsson
Kristján Helgi Jóhannsson
Sigfús Aðalsteinsson
Ari Gylfason
Ástrós Jónsdóttir
Andri Þór Ólafsson
Magnús Þórisson
Anton Már Ólafsson