Norður- og Suðurbær kepptu í fótbolta í gær laugardaginn 30. ágúst á Sparisjóðsvellinum og var mikið glens og gaman.
Úrslit urðu þau að allir unnu nema í síðasta leik, þá var jafntefli. Einn fékk rautt spjald fyrir kjaftbrúk og fékk liðið hvorki meira né minna en þrjú víti.
Einn leikmaður var svo upptekin við að tala í símann að hann gleymdi sér í vörninni og var snarlega tekinn út af.
Ræða Jóns Norðfjörð
Góðir áhorfendur og þátttakendur, til hamingju með daginn!
Hver man ekki eftir kappleikjum milli Norður- og Suðurbæjar í fótbolta á fyrri árum? Keppni í fótbolta milli bæjarhlutanna var hápunktur tilverunnar , algjör stórviðburður og mikil átök leystust úr læðingi.
Í minningunni voru þetta eins og landsleikir. Fótbolti var aðalafþreying þess tíma og menn æfðu frá morgni til kvölds á öllum túnblettum sem fundust í bænum. Þessir túnblettir fóstruðu æsku og unglingsár þeirra pilta sem koma saman hér í dag og voru bestu forvarnir þess tíma, enda hafa þessir menn aldrei smakkað áfengi eða verið í neinni óreglu. Stofnuð voru hverfalið að enskri fyrirmynd og í Norðurbænum var Vír Football Club frægt félag og Elding United fór hamförum í Suðurbænum. Eiginlegir búningar voru ekki til en menn klæddust mismundi litum sokkum sem mæðurnar prjónuðu.Við getum alveg reiknað með því að margir þeirra sem keppa hér í dag séu alveg orðnir vita getulausir
.. allt svo í fótbolta, en viljann vantar ekki og það er aðalatriðið. Allir þátttakendur fá gullverðlaun sem kallast Líðamín að leikjum loknum og það sem er óvenjulegt við þessi gullverðlaun er, að þeir eiga að borða þau. Nú verða þessi sögulegu átök rifjuð upp og verða vonandi árlegur viðburður á Sandgerðisdögum framtíðarinnar.
Eftirtöldum aðilum eru færðar góðar þakkir kveðjur:
Undirbúningsnefnd:
- Bergný Jóna Sævarsdóttir
- Jón Bjarni Sigursveinsson
- Sigursveinn Bjarni Jónsson
- Jónas Karl Þórhallsson
Styrktaraðilar:
- Hitaveita Suðurnesja – Júlli Jóns Sandgerðingur
- Guðjón Ólafsson, útgerðarforstjóri Sandgerði
- Silfurnes í Grindavík – Grétar Vilbergsson
- Jón Bjarni Sigursveinsson, fiskvinnsluforstjóri Sandgerði
- Guðmundur Pálsson – tannlæknir í Grindavík og Sandgerðingur
- Granítsmiðjan – Finnbjörn Magnússon, Sandgerðingur
- Henson sem lagði til búninga með verulegum afslætti
- Lýsi hf gefur öllum þátttakendum gullverðlaunin Líðamín
Fjögur 7 manna lið eru mætt til leiks, 2 leikir leiknir á sama tíma og leiktími er 2×10 mínútur.Ég ætla nú að lesa upp nöfn leikmanna og bið þá að stíga fram um leið og ég les nöfn þeirra:
Norðurbær 1: |
|
Ásgeir Þorkelsson
Finnbjörn Magnússon
Guðmundur Jóelsson
Jakob Jónharðsson
Óskar Jóhannsson
Viðar Arason |
Ari Haukur Arason
Grétar Sigurbjörnsson
Helgi Sigurbjörnsson
Jón Örvar Arason
Sigurður Jóhannsson
John Hill, fyrirliði |
Suðurbær 1:
|
|
Arnar Óskarsson
Elvar Antonsson
Hjalti Sigurðsson
Jón Bjarni Sigursveinsson
Pálmar Guðmundsson
Sigursveinn Bjarni Jónsson
Vilhjálmur Sigurðsson
Óskar Gunnarsson, fyrirliði |
Ágúst Vilhjálmsson
Elvar Grétarsson
Marteinn Guðjónsson
Guðmundur Skúlason
Pálmi Guðmundsson
Sigurður Baldursson
Þórður Ólafsson |
Norðurbær 2:
|
|
Aðalsteinn Sveinsson
Guðmundur Stefánsson
Hrannar Arason
Jónas Karl Þórhallsson
Níels Jónharðsson
Sæbjörn Ágúst Svavarsson
Sigurður Þ. Jóhannsson, fyrirliði |
Einar Arason
Gísli Þór Þórhallsson
Hjörtur Jóhannsson
Ingibjörn Jóhannsson
Magni Jóhannsson
Þórður Þorkelsson |
Suðurbær 2:
|
|
Ari Gylfason
Bjarki Dagsson
Eyþór Haraldsson
Guðjón Bragason
Ísar Arnbjörnsson
Sigurjón Jónsson
Ólafur Gunnlaugsson, fyrirliði |
Ásgrímur Sigurjónsson
Einar Bergþórsson
Erlingur Jónsson
Hjalti Örn Ólason
Jónas Gestur Jónasson
Þór Grétarsson |
UEFA Dómarar:
Eyjólfur Ólafsson, systursonur Gulla í Tungu
Magnús Þórisson, tengdasonur Malla og Mæju
Nú er allt klárt og tilbúið til átaka, þyrlusveitir, sjúkralið og bæklunardeildir eru í viðbragðsstöðu um land allt svo það er ekkert að vanbúnaði að hefja átökin.
Góðir áhorfendur.
Þá er komið að einum veigamesta lið Sandgerðisdaga og væntanlega einum mesta íþróttaviðburði hér í Sandgerði á síðari tímum. Gjöriði svo vel!
Smellið hér til að skoða myndirnar.
Myndir: Smári Sæbjörnsson