Norðurbær – Suðurbær 2012 – Skráning

Fótboltaveislan Norðurbær-Suðurbær fer fram í fimmta sinn föstudaginn 24. ágúst á Reynisvellinum í Sandgerði.

Mæting er kl 15 þar sem búningar verða afhentir og myndataka liða fer fram áður en mótið sjálft hefst. Það mun svo verða flautað til leiks kl.16. Stefnt er á að mótinu ljúki um kl 18 þannig að keppendur hafi góðan tíma til að skola af sér og skipt yfir í betri gallann fyrir hina víðfrægu saltfiskveislu sem hefst kl 20.

Þar sem hitabylgjuveður hafa einkennt mótin undanfarin ár, þá höfum við ákveðið við að breyta til og spila í stutterma treyjum. Menn eru samt hvattir til að hafa varann á og klæða sig eftir veðri.

Matseldin mun verða í öruggum höndum Guðmundar „bragðlaukameistara“ Stefánssonar sem hefur sérhæft sig í útvötnun og eldun á söltum þorski ásamt hömsum og fengið mikið lof fyrir undanfarin ár. Á boðstólnum verður mismunandi gulur saltfiskur, hamsar að sjálfsögðu ásamt margskonar meðlæti. Einnig mun „hvítlaukssmjörbráðin“ sem kynnt var til sögunnar í veislunni í fyrra vera á sínum stað en til gamans má geta þess að hún er hönnuð af forskrift Jónasar Þórhallssonar og þökkum við honum sérstaklega fyrir að deila „fjölskylduleyndarmálinu“ með okkur. Til að toppa þetta allt saman þá mun Magnús Þórisson meistarakokkur mæta með saltfiskréttinn sem sló í gegn í fyrra og hefur verið gefið nafnið „bacalao amarilla tarjeta roja“ eða „gulur þorskur á rauðu spjaldi“ og minnir bragðið töluvert á hinn léttleikandi sambabolta sem einkennir mótið.

-Innifalið í mótsgjaldi sem er kr 7.000 er eftirtalið:

-Keppnistreyja, glæsileg stuttermatreyja sem mun nýtast við flest tækifæri

-Ómæld gleðin við að hlaupa inn á Reynisvöllinn í fullum herklæðum og takkaskóm (ómetanlegt)

-Lýsi og liðamín – mánaðarskammtur (sumum veitir ekki af ársbirgðum )

-Miði í saltfiskveisluna víðfrægu þar sem á boðstólum verður saltfiskur og meðlæti eins og hver getur í sig látið, verðlaunaafhendingar og gamanmál að hætti hússins, söngur og gleði ræður ríkjum og rúsínan í pylsuendanum: Helgi Björns mætir á svæðið og tekur nokkra þekkta slagara og kemur gestum í stuðgírinn.

Þeir sem taka með sér maka í veisluna þurfa að greiða kr. 3000 aukalega.

Greiðist inn á reikning nr. 0147-05-004874 kt. 680683-0269 um leið og þið hafið skráð ykkur inn.

Skráðu þig hér að neðan.

Nafn:

Fæðingardagur og ár:

Norður- eða Suðurbær: Norðurbær
Suðurbær

Gsm númer:

Netfang:

Maki kemur í veislu:
Nei

Fótbolti eða Vítakeppni: Fótbolti
Vítakeppni