Hver man ekki eftir kappleikjum á milli Norður – og Suðurbæjar í fótbolta?

Norður- og Suðurbæjar fótbolti
31.08.2008
Sýna allt

Hver man ekki eftir kappleikjum á milli Norður – og Suðurbæjar í fótbolta?

Nú er hugur kominn í þessi „gömlu“ hverfalið sem margir minnast með gleði í hjarta og á Sandgerðisdögum verður blásið til leika á ný.

Um er að ræða hörkukeppni á milli hverfanna sem fram fer laugardaginn 30. ágúst kl.15 á Sparisjóðsvellinum. Leikið verður á 1/2 velli í 7 manna liðum.  Menn 30 ára og eldri eru hvattir til þess að taka fram skóna, stilla saman strengi, hvetja hvern annan til þátttöku og skrá sig til keppni.

Enginn er í vafa um að hér er á ferðinni frábær skemmtun og stór liður í því að brottfluttir Sandgerðingar hitti gamla félaga og eigi með þeim góðar stundir.
Norðurbæjarmenn eru beðnir um að skrá þátttöku sína hjá Jónasi Þórhallssyni í síma 691-4030 eða á netfangið [email protected] og Suðurbæjarmenn hjá Jóni Bjarna í síma 896-1795 eða á netfangið [email protected]

Skráningargjald er kr.1000 og greiðist á mótsstað. Innifalið í verði er sérmerkt fótboltatreyja til eignar.

Einnig er hægt að skrá sig á netfangið [email protected] og í síma 899-6397.

Við minnum brottflutta Sandgerðinga á tjaldsvæðið sem staðsett er á „Gamla malarvellinum“ og götugrillin sem eru að kvöldi laugardags.

Með von um að sjá sem flesta á Sandgerðisdögum 2008.