Það er okkur ljúft að tilkynna að en eitt árið höfum við tryggt okkur eina bestu dómara landsins og er það vel viðeigandi þegar stórveldin Norðurbær og Suðurbær mætast á 90 ára afmælisári Knattspyrnufélagsins Reyni.
Þeir Þorvaldur Árnason og Pétur Guðmundsson eru sennilega þekktustu og reynslumestu dómarar landsins. Þorvaldur er okkur vel kunnugur en hann hefur dæmt mótið af mikilli prýði undanfarin ár.
Pétur Guðmundsson hefur dæmt til fjölda ára og verið valin besti dómari efstu deildar allavega þrjú síðustu ár.
Nánari uppl um mótið er að finna á www.nordursudurbaer.is
Skráðu þig til leiks með því að smella hér