Skráning er hafin á skemmtilegasta fótboltamót landsins og þó víðar væri leitað.
Við hvetjum ykkur öll til að skrá ykkur sem allra fyrst og ýta við vinum og ættingjum
Við vekjum sérstaka athygli á því að ekki verður saltfiskveisla þetta árið þar sem 90 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Reynis fer fram í Samkomuhúsinu sama kvöld.
Þátttökugjaldið er því talsvert lægra en fyrri ár.
Þáttakendur í fótboltanum njóta forgangs við miðakaup á 90 ára afmæli Reynis sem fram fer í Samkomuhúsinu föstudagskvöldið 29 ágúst.
Hver keppandi getur bókað miða fyrir sig og maka.