Það eru 68 þáttakendur skráðir til leiks í hinu árlega fótboltamóti Norðurbær vs Suðurbær þegar þetta er ritað en skráning stendur enn yfir
Mótið fer fram föstudaginn 30. ágúst á Bronsvellinum í Sandgerði
Það er hægt að vera þáttakandi með þrennum hætti, skrá sig í fótbolta, vítakeppni eða hvorugt.
Allir þáttakendur hittast í Reynisheimilinu þar sem afhentir verða búningar og kaffi verður á könnunni. Klefarnir verða klárir fyrir keppendur, því næst ganga allir í röð út á iðagrænan völlinn undir spili meistaradeildarlagsins og Jóa útherja, fótbolti, víti eða vera bara með félögunum á hliðarlínunni.
Allir fá mánaðarskammt af Lýsi og Liðamíni í boði Lýsi hf. Einnig fá þáttakendur Hleðslu í boði MS
Allt er þetta til gamans gert og léttleikinn í fyrirrúmi en engu að síður hefur tíðkast að fá alvöru dómara og þeir sem flauta að þessu sinni eru milliríkjadómarinn Þorvaldur Árnason og landsdómarinn Arnar Ingi Ingvarsson.
Það er keppt um bikar og montrétt næsta árið
Fyrst fer fram vítakeppnin, þá næst fer fram leikur Gæðinga, því næst fara fram á sama tíma leikur Fola og Hryssa.
Um kvöldið er svo salfiskveislan (meira en bara saltfiskur í boði) þar sem verðlaunaafhending, gamanmál og Jón Jónsson skemmtir gestum
Eftir veislu verður rútuferð á ballið í boði Ferðaþjónustu Reykjaness
Veislugestir geta keypt miða á forsöluverði á ballið með Stuðlabandinu
Skráðu þig hér
Matseðill kvöldsins
Þáttakendalistinn er hér
Fleiri upplýsingar eru á heimasíðu viðburðarins www.nordursudurbaer.is