Föstudaginn 26. ágúst síðastliðinn fór fram, í þrettánda sinn, knattspyrnukeppnin milli Norður- og Suðurbæjar.
Það voru 62 keppendur sem skráðu sig til leiks . Léku veðurguðirnir á hvern sinn fingur þar sem mótið fór fram í blíðuveðri
Það var allt undir þar sem staðan eftir tólf mót var þannig að hvort lið hafði unnið sex.
Eftirvænting var mikil eftir hlé vegna heimsfaraldursins. Vel var mætt á völlinn og sjónvarpsstöðvar mættu á staðinn til að gera keppninni góð skil.
Það voru 15 kempur skráðar í vítakeppnina að þessu sinni og var fyrirkomulagið þannig að spyrnt var á tvö mörk í þremur umferðum. Atli Þór Karlsson var öryggið uppmálað á vítpunktinum og sigraði nokkuð örugglega.
Það var skipt í tvo aldursflokka og spilaðir tveir leikir í flokki Gæðinga og Fola. Hörkukeppni var í leik Folanna sem endaði með jafntefli eftir mikinn markaleik 4-4 og leikur Gæðinganna endaði 3-1 fyrir Suðurbæ.
Dómararnir Þorvaldur Árnason alþjóðadómari og Arnar Þór Stefánsson stóðu sig með sóma og áttu reyndar frekar náðugan dag þar sem leikmenn voru prúðmennskan uppmáluð báða leikina.
Venju samkvæmt fengu allir leikmenn Liðamín og Lýsi frá Lýsi hf að móti loknu.
Um kvöldið fór fram saltfiskveisla í Reynisheimilinu og þar komu saman þáttakendur mótsins, makar og aðrir gestir, rúmlega 100 manns.
Magnús Þórisson og hans fólk á Réttinum sá um matseldina.
Það var framreiddur hefðbundinn saltfiskur með kartöflum, rófum ásamt hvítlauks-smjörbræðingnum fræga, hömsum og þrumara. Einnig var í boði spánskur Bacalaó, saltfiskréttur. Plokkfiskur í og án sparifata (bernaise). Innbökuð og grafin bleikja með sósum og tilheyrandi meðlæti. Sannkallað sælkerahlaðborð.
Þegar matnum lauk þá tók við óformleg dagskrá þar sem Örvar Þór Kristjánsson uppistandari fór hamförum eins og honum er einum lagið. Veislugestir hreinlega grétu af gleði.
Magnús Kjartan Eyjólfsson brekkusöngvari og forsprakki Stuðlabandsins tók svo nokkur vel valinn lög við góðar undirtektir.
Nefndin veitti hin ýmsu verðlaun fyrir bestu tilþrifin í mótinu.
Óskar Gunnarsson var elsti þáttakandi mótsins. Eyþór Haraldsson var valinn leikmaður mótsins þar sem hann sýndi frábær tilþrif á milli stanganna. Atli Þór Karlssson var krýndur vítakóngur og Ari Gylfason fékk verðlaun fyrir mesta klúðrið, chippaði yfir markið af marklínu.
Það voru svo leikmenn Suðurbæjar sem lyftu að lokum bikarnum sem sigurvegarar mótsins og ætlaði þakið að rifna af húsinu svo mikið var fagnað og montrétturinn þeirra fram að næstu keppni.
Sigurður Pétursson í Ís-spor gaf enn einu sinni öll verðlaunin í mótið. Þessi mikli Reynismaður á miklar þakkir skildar fyrir stuðninginn við mótið frá upphafi.
Sigursveinn Bjarni Jónsson gaf sér tíma, steig í pontu og taldi upp allt það sem ágóði mótsins hefur gefið af sér í gegnum árin:
Hin glæsilegi verðlaunaskápur sem stendur í anddyri félagsheimilisins
Koparskjöldur með merki félagsins utan á félagsheimilið.
Færanlegt hljóðkerfi sem notað er á viðburðum og leikjum félagsins.
Markataflan/vallartaflan stóra.
Öll borð, stólar, veisluvagnar og öll búsáhöld merkt Reyni í veislusalinn
Myndvarpi og tjald
Gólfefni í veislusal slípað og lakkað.
Boltar keyptir fyrir ýmsa flokka í gegnum tíðina, bæði æfinga- og keppnisboltar.
Borðfánar með merki félagsins
Tveir stórir hátíðarfánar með merki félagsins (fyrir 80 ára afmælið)
Tvær stangir/standar fyrir stóru hátíðarfánana
Nýir Reynisfánar ofl
Að veislu lokinni var gestum boðin rútuferð í Samkomuhúsið, í boði Ferðaþjónustu Reykjaness, og dönsuðu þar fram á nótt með Stuðlabandinu.
Kærar þakkir til allra þátttakenda og gesta, það er frábært að geta glaðst saman og látið gott af sér leiða.
Undirbúningsnefnd þakkar eftirtöldum fyrirtækjum ómetanlegan stuðning:
Ís-spor – Lýsi – Jói Útherji – Tónaflóð – Rétturinn – Nýfiskur – Nesfiskur – Samherji – Þorlákur Morthens – Fraktferðir – Vörudreifing – Ferðaþjónusta Reykjaness
Einnig þökkum við öllum þeim fyrirtækjum sem lögðu til vinninga í happdrætti kvöldsins.
Undirbúningsnefnd 2022 þakkar fyrir sig:
Arnar Óskarsson
Jónas Karl Þórhallsson
Jón Bjarni Sigursveinsson
Sigursveinn Bjarni Jónsson
Björn Ingvar Björnsson
Kristján Helgi Jóhannsson