90 ára afmælishátið Knattspyrnufélagsins Reynis föstudaginn 29 ágúst kl. 18:30
Almenn miðasala fyrir 90 ára afmælisfögnuð Knattspyrnufélagsins Reynis fer fram þriðjudaginn 19 ágúst kl. 17:00-19:00 í Reynisheimilinu.
Þar sem veislan fer fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði má búast við því að uppselt verði á viðburðinn tiltölulega fljótt þar sem um afar takmarkað sætaframboð er að ræða.
Allir skráðir þátttakendur í Norðurbær/Suðurbær mótinu hafa forgang varðandi miðasöluna. Við hvetjum því öll ykkar sem hafa nú þegar skráð sig í Norðurbær/Suðurbær mótið og ætla að mæta á afmælisfögnuðinn að mæta í Reynisheimilið á þriðjudaginn til að sækja og greiða fyrir miðana ykkar.
Ef þú átt eftir að skrá þig í fótboltamótið Norðurbær/Suðurbær sem fram fer föstudaginn 29 ágúst kl. 15:30 þá skaltu gera það hið snarasta til að tryggja þér forgang í veisluna Skráning – Norðurbær – Suðurbær
Dagskrá 90 ára afmælis má sjá hér