Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að annað árið í röð mun Magnús Kjartan Eyjólfsson, “brekkusöngvari” og forsöngvari hljómsveitarinnar Stuðlabandsins halda uppi stuðinu í Salfiskveislu kvöldsins.
Magnús tróð upp á ógleymanlegan hátt í fyrra og varð nefndin við áskorunum um að fá hann aftur til liðs við okkur í ár.
Magnús og hljómsveit hans Stuðlabandið hefur farið á kostum undanfarin ár og skipað sér sess sem ein allra besta danshjómsveit landsins.
Má búast við því að það verði rífandi stemming að vanda og klárlega vel tekið undir í Reynisheimilinu þetta kvöld.