Það er ánægjulegt að tilkynna að en eitt árið höfum við tryggt okkur eina bestu dómara landsins og dugar ekkert minna þegar veldin Norðurbær og Suðurbær mætast á Europcar-vellinum í Sandgerði.
Þorvaldur Árnason er okkur vel kunnugur en hann hefur dæmt mótið af mikilli prýði undafarin tvö ár.
Þorvaldur dæmir í Pepsi Max-deildinni þar sem hann hefur verið í fremstu röð til fjölda ára og einnig verið alþjóðadómari FIFA.
Pétur Guðmundsson hefur dæmt til fjölda ára og flautað í Pepsideildinni síðan 2014 við gott orðspor.
Við væntum mikils af þeim félögum og eiga þeir án efa eftir að verða landi og þjóð til sóma.
Nánari uppl um mótið er að finna á www.nordursudurbaer.is
Skráðu þig til leiks með því að smella hér